Þriðjudagur 10. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Hamfarirnar í Grindavík: Sjálfstæðismenn samþykkja skattahækkanir á alla húseigendur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþingi samþykkti seint í gærkvöld frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi. Skatturinn, sem skilgreindur er sem forvarnagjald, nemur 0,00008 prósentum leggst á allt húsnæði í landinu næstu þrjú árin til að standa undir mögulegum framkvæmdum við gerð varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi.

Ekkert liggur fyrir um það hvernig skuli verja og hvort það þurfi yfirleitt. Boðað eldgos hefur ekki gert vart við sig og enginn veit hvort eða hvar mun gjósa á um 15 kílómetra svæði sem nær frá Eldvörpum og langleiðina að Fagradalsfgjalli. Sprunga sem er allt að 2000 ára gömul liggur í gegnum Grindavík þar sem mikið tjón hefur orðið í jarðskjálftum.

Alls greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. Athygli vekur að Sjálfstæðisflokkurinn er einhuga um hækkunina þrátt fyrir að hafa ítrekað boðað að skattahækkanir yrðu ekki á hans vakt.

Rólegt var yfir svæðinu í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálftum og ekki eru vísbendingar um að gos sé í vændum. Grindvíkingar eru enn fjarverandi frá heimilum sínum en fengu að skreppa heim í gær undir eftirliti lögreglu til að nálgast nauðsynjar. Enginn veit hvenær þeir fá að snúa heim aftur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -