Laugardagur 24. september, 2022
10.1 C
Reykjavik

Haukur segir það sem sérfræðingarnir mega ekki segja: „Hættu að vera fáviti“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Haukur Bragason, sem er einn af vinsælustu Twitter-notendum Íslands, hefur fengið sig fullsaddan af fjölmiðlum sem gefa í skyn að bóluefni við COVID sé hættulegt. Hann segir fréttaflutning um að svo og svo margir hafi látist eftir bólusetningu einungis til þess gerðan gefa samsæriskenningum byr undir vængina.

Haukur skrifar þetta á Twitter og er ljóst af fjölda læka að hann er ekki einn um þessa skoðun. „Ákveðnir ritstjórar fjölmiðla ættu að horfa vel inn á við og meta ábyrgð sína í umfjöllun um að þrjú hafi látist „eftir að hafa fengið bólusetningu við kórónaveirunni“. Þetta er gert til að skapa sundrungu, ótta og styrkja samsæriskenningar. Þetta er viðurstyggileg fréttamennska,“ segir Haukur.

Hann bendir á að þetta fólk sem lést hafi átt margt annað sameiginlegt. „Þau þrjú sem létust „eftir að hafa fengið bólusetningu við kórónaveirunni“ létust líka eftir að hafa drukkið íslenskt vatn. Það gerir vatn ekki hættulegt. Þetta var gamalt og veikt fólk og það er ekkert sem tengir andlát þeirra við bóluefnið. Það á að vera megináhersla fréttanna,“ segir Haukur.

Hann segir afleiðingar þessa augljósar. „Hins vegar hafa sumir látið þetta fara þannig frá sér að vel gæti verið að bóluefnið hafi dregið þetta fólk til dauða. Það er augljóst að þetta mun æsa upp nöttara sem vilja tAkA uMrÆðUnA og virðist nánast gert til þess að æsa upp þær raddir, hræða aðra og minnka bólusetningu,“ segir Haukur.

Erna Ýr Öldudóttir, þáttastjórnandi á Útvarpi Sögu, svarar þessari gagnrýni Hauks og skrifar: „The public has the right to know! Fjölmiðlar eru ekki klappstýrur fyrir stjórnvöld og lyfjarisa til að gera tilraunir á fólki, sauðurinn þinn“

Haukur svarar fullum hálsi: „Það er eitt að segja frá á ábyrgan hátt með vísindalegri þekkingu en annað að segja frá á hátt sem gerir samsæriskenningum hátt undir höfði og haga orðalagi þannig að það sé vatn á myllu óttaslegins fólks sem skilur ekki grunnatriði fræðanna. En þú myndir nú vita minnst um það.“

- Auglýsing -

Maður nokkur sem kemur ekki fram undir nafni kallar sig „Pocket Guy“ gagnrýnir Hauk og skrifar: „Ert þú sérfræðingur í bólusetningum eða ónæmisfræði?  Hvernig veistu að málið sé ótengt? Enginn sérfræðingur er tilbúinn að tjá sig um mögulega tengingu fyrr en búið er að kanna málið betur, en þú ert það?“

Haukur segist geta sagt það sem sérfræðingarnir eiga erfitt með að segja. „Þau myndu segja þetta ef þau gætu það í fjölmiðlum: Hættu að vera fáviti. Auðvitað er engin tenging. Þú ert ekkert merkilegri þótt þú sért með samsæriskenningar, bara hræddur og vitlaus. Notaðu nú orkuna sem fer í að vera edgy á internetinu í eitthvað gáfulegt. Loggaðu þig út.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -