Hin fullkomna grillaða samloka

Deila

- Auglýsing -

Góð ráð fyrir þá sem vilja hina fullkomnu grillsamloku með osti.

Grilluð samloka með osti er klassískur réttur sem hver sem er ætti að ráða við að gera. Það er þó ákveðin kúnst að gera hina fullkomnu grilluðu samloku.

Nokkrir kokkar deildu nýverið fróðleik með lesendum GQ um hvernig á að gera hina fullkomnu grilluðu samloku með osti.

Þar kom meðal annars fram að þrátt fyrir að osturinn sé í aðalhlutverki í grillaðir ostasamloku þá verður að varast að nota ekki of mikinn ost. „Það kann að hljóma undarlega en of mikill ostur getur skemmt grilluðu samlokuna. Of mikill ostur verður til þess að stökkt brauðið nýtur sín ekki,“ sagði kokkurinn Linton Hopkins.

Hann sagði einnig að mikilvægt væri að grilla samlokuna rétt. „Flestir kokkar nota „cast iron“-pönnu.“ Annar kokkur mælti með að grilla samlokuna á frekar lágum hita í lengri tíma því þannig nær osturinn að bráðna alveg í gegn. Og galdurinn mun svo vera að smyrja brauðið áður en það er grillað.

- Advertisement -

Athugasemdir