• Orðrómur

Hörður Torfa næstum rændur um hábjartan dag í Krónunni – „Sannar að þeim er ekki treystandi!“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hörður Torfa bendir á hættu sem fylgt getur sjálfsafgreiðslukerfi matvöruverslana en þar var hann næstum rændur um hábjartan dag á dögunum. Sá sem var á undan honum hafði nefnilega ekki greitt fyrir vörurnar og kassinn bætti þeim köpum inn á strimil Harðar.

Hörður skrifaði eftirfarandi frásögn í færslu á Facebook: „Mig langar til að vekja athygli fólks á nýrri hættu við sjálfsafgreiðslukerfi verslanna. Fyrir nokkru var ég að kaupa örfáar vörur og þurfti að borga fyrir þær með nýju greiðslutækninni. Skannaði mínar fáu vörur og setti í bakpokann brá kortinu yfir skannan, tók kvittunina og fór yfir hana á meðan ég gekk út.”

Herði fannst upphæðin sem kassinn rukkaði óvenju há.

- Auglýsing -

Herði fannst verðið á vörunum vera ískyggilega hátt og sá að hann hafði borgað fyrir ýmislegt sem hann hafði ekki verslað.

„Ég gekk inn aftur og ræddi við þægilega unga stúlku sem fór yfir stöðuna með mér og endurgreiddi mér kr. 5.211. Hún sagði mér að þetta kæmi stundum fyrir, að fólk skannaði inn vörur en gengi síðan út án þess að borga, og þannig lenti kostnaðurinn á þeim næsta. Eins gott að mér lá ekki mikið á og tók með mér kvittunina,” varar Hörður Torfa neytendur við.

Fjölmörgum er brugðið við frásögnin. Arndísi er ein þeirra. „Úff! Gott að vita!, segir Arndís. Guðlaug ætlar líka að passa sig. „Það er eins gott að maður passi sig. Ég er svo græn hélt að tækið myndi pípa ef vörur væru teknar af bandinu án þess að greiða,“ segir Guðlaug. 
Birna forðast sjálfsafgreiðslukassana. „Fer aldrei í þessa kassa treyst þeim ekki þetta sannar að þeim ekki treystandi,“ segir Birna. Það gerir Þorleifur ekki heldur. „Ég er ekki á launum við afgreiðslu í verslunum. Svo meðan ég fæ engann afslátt, þá læt ég þetta dót þeirra eiga sig,“ segir Þorleifur. 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -