Föstudagur 23. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Hrafn hætti því hann vildi ekki „taka sjúkrahúspláss því hann hafði verið að drekka brennivín“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hrafn Jökulsson hugsjónamaður sór þess eið að hætta að drekka áfengi þegar það rann upp fyrir honum að hann væri að taka sjúkrahúspláss í miðjum faraldri. Hrafn lá í sjúkrarúmi á bráðamóttökunni vegna áfengisdrykkju þegar hann heyrði fyrst fregnir af heimsfaraldri. Hrafn var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1 nýverið þar sem hann lýsti þessu.

„Ég fylltist andstyggð á sjálfum mér yfir því að liggja þarna að taka sjúkrahúspláss því ég hafði verið að drekka brennivín. Ég ákvað að ég myndi aldrei aftur taka sjúkrahúspláss af þeirri ástæðu, sem leiddi til þess að ég ákvað að drekka ekki brennivín,“ sagði Hrafn.

Þetta varð til þess að hann byrjaði að þrífa Kolgrafarvík líkt og frægt er orðið. Það varð til þess að Hrafn sór annan eið, að hann myndi ekki skera hár sitt fyrr en Kolgrafarvík á Ströndum í Árneshreppi hefur verið frelsuð. Það hefur enn ekki ræst.

Hrafni sagðist hafa áttað sig fljótt á því að COVID myndi umturna heiminum. „Ég áttaði mig á því að heimurinn væri að breytast og hann yrði aldrei samur. Allt mannkyn væri á leið í óvissuferð saman í fyrsta skipti í veraldarsögunni, við öll á mismunandi farrýmum vissulega. Ég er svo skrýtinn að ég fagnaði þessu. Leit á þetta sem stórkostlegt tækifæri. Ég lá í Fossvoginum sem hálfgert flak og hrópaði húrra, ekki fyrir drepsótt, en fyrir því að þessi heimur sem við þekkjum væri kannski bara að breytast og mögulega líða undir lok. Þessi geggjaði heimur neyslu og firringar þar sem við látum eins og við séum ein í heiminum og þar sem allt hefur verið að fara til fjandans svo lengi, allir hafa vitað það og enginn hefur gert neitt í því.“

Sigurlaug spurði Hrafn hvort einhverjum þætti hann furðulegur. Því svaraði hann: „Ég hugsa að ég þyki svolítið skrýtinn en það vill svo til að í samfélagi Strandamanna er mikið umburðarlyndi fyrir sérvisku og sérviska gefur lífinu lit. Það væri ekkert fútt ef við værum öll nákvæmlega eins en á meðan ég er ekki að vinna meira skaðræði en að taka til hlýtur þetta að vera í lagi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -