2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Hugsunin er alltaf sú sama“

Elín Björg Jónsdóttir, fyrrum formaður BSRB, ræðir stöðuna á vinnumarkaði.

„Ég er bjartsýn á það að þeir sem sitja við samningaborðið núna nái góðum kjarasamningum sem fleyta okkur inn í framtíðina,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, fyrrum formaður BSRB, í samtali við Mannlíf um stöðuna á vinnumarkaði.

Hún segist ekki vilja gera of mikið úr því að nálgun deiluaðila sé frábrugðin því sem hún hefur séð áður í kjaraviðræðum. „Það eru stærri orð notuð, það má kannski orða það þannig, en auðvitað er hugsunin alltaf sú sama á bak við það; að ná eins góðum kjarasamningum og kostur er á hverjum tíma og tryggja að kaupmátturinn haldi. Þannig að það eru bara persónur og leikendur sem setja þetta í einhvern ákveðinn farveg. Stóra verkefnið er alltaf að ná eins góðum samningum og kostur er til þess að hækka kaupmátt launa.“

Þá lætur Elín Björg í veðri vaka að hún sé bjartsýn á að stjórnvöld leggi sitt á vogarskálarnar. „Stemningin er þannig í samfélaginu. Við erum öll ásátt um hvað það er sem þarf að gera. Spurningin er bara hversu mikið og hversu hratt, það þarf auðvitað að koma saman.“

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is