Mánudagur 16. september, 2024
5.2 C
Reykjavik

Icelandair notast ekki við MAX-vélar í sumar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing-737 MAX vélum í flota sínum næsta sumar. Þetta kemur fram í tilkyningu sem félagið sendi frá sér seint í gærkvöldi.

Eins og kunnugt er voru vélarnar kyrrsettar snemma á síðasta ári vegna framleiðslugalla, sem leiddi til þess að á fjórða hundrað manns týndi lífi í tveimur flugslysum. Síðan þá hefur kyrrsetningin ítrekað verið framlengd. Í gær tilkynntu verksmiðjur Boeing enn frekari tafir á því vélarnar fari í loftið á nýjan leik og í framhaldinu sendi Icelandair frá sér tilkynninguna.

Þar segir meðal annars að vegna ráðstafana sem félagið hafi þegar gripið til verði áhrifin af þessu á útgefna flugáætlun félagsins óveruleg og fjárhagsleg áhrif mun minni í ár en í fyrra. Búið sé að leigja þrjár Boeing 737-800 vélar á hagstæðari kjörum en á síðasta ári og tilteknum fjölda Boeing 757 véla verði haldið lengur í flota Icelandair en áður hafði verið áætlað.

Þá munu áhafnir Icelandair fljúga leiguvélunum en ekki áhafnir leiguflugfélaga sem leigðar voru árið 2019.

Í tilkynningunni segir að félagið reikni með minnst jafnmörgum farþegum og í fyrra.

Frá þessu er greint á vefsíðu RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -