Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Illugi um Covid-19 á Íslandi: „Mikil guðs blessun að ekki var hlustað á lýtalækna og alþingismenn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson er svo lifandi feginn því hversu vel íslensku sóttvarnaryfirvöldum hefur tekist til í baráttunni við Covid-19. Hann segir það mikla blessun að ekki hafi verið hlustað á gagnrýnendur aðgerðanna.

Illugi lýsir skoðun sinni í færslu á Facebook. „Um sóttvarnir hef ég þetta að segja: Þegar maður les núna fréttir jafnt frá Ameríku sem Evrópuríkjum þar sem covid-19 virðist leika algjörlega lausum hala og jafnvel í löndum eins og Þýskalandi, sem eru kunn fyrir gætni, þar hrynur fólk nærri stjórnlaust niður, þá hlýtur niðurstaðan að vera sú að þrátt fyrir allt hafi íslenskum sóttvarnaryfirvöldum tekist aðdáunarlega vel upp í vörn sinni gegn pestinni. Og mikil guðs blessun að ekki hafi verið hlustað á lýtalækna og alþingismenn sem vildu fara aðrar leiðir,“ segir Illugi.

Fjölmargir taka undir orð Illuga og eru honum hjartanlega sammála. Fjölmiðlamaðurinn Þorfinnur Ómarsson er einn þeirra. „Þórólfur er maður ársins á Íslandi,“ segir Þorfinnur.

Þór Saari er sammála Illuga en segir verst hvað stjórnvöld hafi átt erfitt undir það síðasta að fylgja tilmælum Þórólfs. Hann telur að íslenska þjóðin eigi eftir að súpa seiðið af því eftir áramót. „Við erum samt enn með heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn sem fer ekki eftir tilmælum sóttvarnarlæknis um sóttvarnir á landamærum þrátt fyrri heimsfaraldur sem er á hraðri uppleið í öllum nágrannalöndum. Það verður líklega mikið um aukavaktir vegna Kóvid hjá heilbrigðisstarfsfólki um jólin, áramótin og fram eftir janúar vegna þess,“ segir Þór.

Um sóttvarnir hef ég þetta að segja: Þegar maður les núna fréttir jafnt frá Ameríku sem Evrópuríkjum þar sem covid-19…

Posted by Illugi Jökulsson on Thursday, December 17, 2020

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -