Föstudagur 25. nóvember, 2022
5.1 C
Reykjavik

Æfa viðbrögð við hryðjuverkum á Íslandi: „Einstakt tækifæri“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hér á landi eru nú staddir um 400 sprengjusérfræðingar frá 14 löndum vegna Northern Challenge en það er árleg æfing sprengjusérfræðinga. Er um að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar skipuleggur.

Fram kemur á vef Gæslunnar að á æfingunni séu viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja álíka sprengjur og fundist hafa víða um heiminn. Er þetta í 21 sinn sem Northern Challenge er haldin. Fer æfingin að mestu leyti fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkur en aukreitis í Hafnarfirði og í Helguvík.

Þá hefur sérfhæfð stjórnstöð verið sett upp á öryggissvæðinu vegna æfingarinnar en er það í samræmi við alþjóðlegt vinnulag Atlantshafsbandalagsins.

Samkvæmt vef Gæslunnar veitir æfingin sprengjusérfræðingum, sem komu alls staðar að úr heiminum, „einstakt tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða.“ Segir þar ennfremur að Northern Challenge hafi notið vinsælda síðustu ár og skipað sér sess sem ein mikilvægasta æfing sprengjusérfræðingar innan Atlantshafsbandalagsins. Lýkur æfingunni 7. október.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -