Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Albert í ofurformi þrátt fyrir álag vegna kæru – Orðaður við stórlið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Albert Guðmundsson hefur skorað í þremur leikjum í röð.

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er í miklu stuði þessar mundir með félagsliði sínu Genoa en Albert hefur skorað mark í þremur leikjum í röð fyrir félagið. Albert hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína og telja margir að hann verði keyptur til stórliðs þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Hafa stórliðin Napoli og AC Milan verið nefnd til sögunnar.

Albert væri kærður í sumar fyrir kynferðisbrot en kæran virðist ekki hafa haft nein áhrif á frammistöðu hans á vellinum. Ekki liggur fyrir hvort Albert verður ákærður eða ekki en meðan niðurstöðu í málinu er beðið má hann ekki spila með íslenska landsliðinu. Albert hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu.

Snemma í yngri flokkum var ljóst að Albert væri hæfileikaríkur knattspyrnumaður en hann spilaði með KR þar til hann gekk til liðs við hollenska liðið Heerenveen aðeins 16 ára gamall. Árið 2015 gekk hann svo til liðs við hollenska stórliðið PSV. Albert varð fljótt einn af mikilvægustu leikmönnum varaliðs PSV en náði aldrei að festa sig í sessi í aðalliði PSV. Það var þá á þeim tíma sem Albert spilaði sinn fyrsta A-landsleik en hann hafði spilað tæplega 40 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Árið 2018 skipti Albert svo í hollenska liðið AZ Alkmaar þar sem hann blómstraði og var snöggur að komast í byrjunarliðið.

En þó að Alberti hafi gengið vel með félagsliði sínu þá átti hann sína gagnrýnendur. Ronald de Boer, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, gagnrýndi hann harðlega eftir að Albert mætti í viðtal eftir leik með demants eyrnalokka. „Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því en hann var búinn að setja á sig tvo demants eyrnalokka. Hann fór inn í búningsklefa til að setja á sig eyrnalokka án þess að fara í sturtu,“ sagði De Boer sem var einnig ósáttur að Albert, sem hann hafði þá búið í Hollandi i tæpan áratug, hafi talað ensku í viðtalinu. „Hann talar ekki hollensku eftir sjö ár. Það segir sitt um hugarfarið í þessum strák. Ég hef það á tilfinningunni að hann sé upptekinn af öðrum hlutum. Ég fór sjálfur í viðtal á spænsku eftir fjóra mánuði hjá Barcelona.“

Góður árangur Alberts með AZ og sýnilegir hæfileikar hans hafa þó ekki náð að skila sér í íslenska landsliðið en flestir eru á því að Albert hafi aldrei náð að skína með því á sama hátt og hann hefur gert með félagsliðum. Albert komst svo heldur betur í fréttirnar í fyrra þegar hann var ekki valinn í landsliðið af Arnari Þór Viðarssyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og sagði þjálfarinn á blaðamannafundi í september „Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts.” Albert var aldrei valinn aftur í landsliðið meðan Arnar var landsliðsþjálfari en Albert hefur spilað 35 landsleiki fyrir Ísland.

- Auglýsing -

Albert var svo keyptur til Genoa og hefur blómstrað þar síðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -