Föstudagur 20. maí, 2022
12.8 C
Reykjavik

Angela Rán syngur í danska X-factor í kvöld

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Angela Rán Egilsdóttir 18 íslensk stúlka hefur heldur betur gert það gott í X-factor í Danmörku. Ásdís hefur búið með fjölskyldu sinni í Horsens í Danmörku undanfarin tvö ár og hefur alltaf haft gaman af söng. Hún hefur hæfileikana með sér en hefur þó ekki enn ráðist í söngnám.

Útsendingin verður á TV-2 í Danmörku í kvöld. Þar syngur Angela lagið „Scared to be Lonely“ með Martin Garrix og Dua Lipa.

Angela komst í gegnum nokkrar hindranir í keppninni. Henni tókst að komast í forval frammi fyrir dómara og þegar hún tók þátt í áheyrnarprufum með dómurum komst hún í hóp þeirra sem fá að keppa í sjónvarpsútsendingunni, á svokölluðu 6 Chairs stigi keppninnar.

Þrjátíu og sex manna hópur stígur á sviðið í þættinum.

TV-2 ræddi við Angelu og fleiri keppendur í aðdraganda útsendingarinnar. en hér má sjá viðtalið.

Angela bjó um tíma á Höfn í Hornafirði og söng töluvert þar í litlum keppnum. Hana langaði hins vegar til að prófa eitthvað stærra og ákvað þess vegna að taka þátt í keppninni í Danmörku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -