Laugardagur 14. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Apabóla komin til landsins: Fólki ráðið frá kynmökum við ókunnuga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrstu tilfelli apabólu hafa nú greinst hér á landi.

Samkvæmt vef RÚV greindust tveir karlmenn með veiruna úr fyrsta prófi í gær. Sýnin verða send erlendis til endanlegrar greiningar. Á vef Landlæknis kemur fram að yfirgnæfandi líkur séu á því að greiningin sé rétt. Að sögn er hvorugur mannanna alvarlega veikur en smitin má rekja til ferðalags í Evrópu.

Líkt og hefur komið fram í fréttatilkynningu sóttvarnalæknis er apabóla ekki talin bráðsmitandi veirusjúkdómur, heldur smitist hún aðallega við nána og langvarandi snertingu. Eru kynmök þar sérstaklega tilgreind, sem og dropasmit frá öndunarvegi. Smit eru einnig sögð geta borist með handklæðum, rúmfötum og fatnaði.

Samkvæmt vef Landlæknis geta um þrjár vikur liðið frá því smit verður, þar til sýktur einstaklingur hættir að smita. Apabóla veldur meðal annars blöðrum á húð og er smithætta yfirstaðin um leið og síðasta blaðra á húð er gróin. Sýktur einstaklingur þarf að vera í einangrun meðan hann er smitandi. Þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti þurfa að vera í smitgát í allt að þrjár vikur.

Á vef Landlæknis segir ennfremur:

Allir sem fá bólur eða blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærum eða svæði aðlæg kynfærum, eru hvattir til að fara í einangrun og hafa samband símleiðis við húð- og kynsjúkdómadeild eða göngudeild smitsjúkdóma Landspítala eða heilsugæsluna til að fá nánari ráðleggingar um greiningu og meðferð. Enn og aftur er fólk hvatt til að forðast náin samneyti við ókunnuga þ.m.t. kynmök, sérstaklega á ferðum sínum erlendis.

- Auglýsing -

Unnið er að því að fá veirulyf og bóluefni hingað til lands, sem sögð eru geta gagnast völdum einstaklingum gegn sýkingunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -