Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Bankahólf Grindvíkinga í bráðri hættu – Landsbankinn vinnur að lausn í kappi við tímann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grindvíkingar sem eiga verðmæti í bankahólfum Landsbankans í Grindavíkurbæ, eru órólegir því enn hafa þeir ekki fengið að sækja það sem í hólfunum er. Unnið er að lausn í málinu.

Í dag verður fyritækjum í Grindavík leyft að huga að sínu í bænum og einnig þeir einstaklingar sem ekki komust í gær þegar gluggi opnaðist fyrir íbúa að sækja ýmislegt nauðsynleg og huga að eignum sínum. Þó nokkrir bæjarbúar geyma verðmæti í bankahólfum í Landsbankanum í Grindavík en þau geta verið af ýmsum toga, til að mynda verðbréf, erfðarskrár, erlendir sem og innlendir peningar og skartgripir svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum Mannlífs er fólk orðið stressað vegna málsins enda enn talin mikil hætta á eldgosi í eða við Grindavíkurbæ.

Á heimasíðu Landsbankann var fjallað lítillega um málið í gær en þar stóð:

„Vegna rýmingar Grindavíkurbæjar og þeirra aðgangstakmarkana sem eru í gildi hefur ekki verið mögulegt að veita viðskiptavinum aðgang að bankahólfum þeirra í útibúinu. Við erum að vinna að lausn á málinu og vonumst til að geta upplýst þá viðskiptavini sem eru með hólf í útibúinu í Grindavík um næstu skref fljótlega.“

Mannlíf heyrði í upplýsingafulltrúa Landsbankans, Rúnar Pálmason sem sagði í raun það sama og fram kom á heimasíðunni. „Við erum að vinna lausn á málinu og vonumst til að geta sagt frá henni mjög fljótlega.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -