Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Biðlar til fólks að trúa ekki lygasögum: „Okkur þykir vænt um fólk, en við elskum hvort annað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ekki trúa lygasögum um okkur Jón Baldvin. Við eigum það ekki skilið. Við höfum verið trú hvort öðru í meira en sextíu ár og höfum ekkert að fela. Okkur þykir vænt um fólk, en við elskum hvort annað,“ segir Bryndís Schram í nýrri færslu á Facebook. Í færslunni fer hún yfir sjö daga ferð hennar og eiginmanns hennar Jóns Baldvins Hannibalssonar til Eistlands.

Lýsir Bryndís ferðinni svoleiðis: „Mér fannst ég vera eins og drottning í ævintýralandi. Sjö dagar framundan. Ógleymanlegir dagar.“

Eistland

„Þar var dekrað við okkur frá morgni til kvölds – fundahöld, móttökur, ferðalög – og stórkostlegar veislur dag eftir dag. Jafnvel hótelið sjálft skartaði stórum íslenskum fána við aðaldyrnar, þar sem á stóð “Velkominn Hannibalsson“.“

Bryndís segir frá því að þegar hún ferðist með Jóni til Eystrasaltslandanna skjóti upp í hug hennar minning frá forni tíð:
„Pabbi minn, Björgvin, var fótboltasnillingur og spilaði með KR árum saman. Hann var ótrúlega vinsæll. Jafnvel löngu eftir að hann var búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna, var hann enn stjarna og með hugann við KR – fór á alla leiki. Það kom fyrir, að hann bauð mér að koma með sér, smástelpunni. Og það sem ég man best eftir öll þessi ár, var sú aðdáun, einlæg vinátta – og jafnve lotning , sem skein út úr hvers manns andliti. Það vildu allir taka í höndina á honum og segja eitthvað fallegt við hann. Hann var enn stjarna í þeirra augum.“

„Og þannig er það líka með manninn minn, Jón Baldvin. Við komum oft í heimsókn til Eystrasaltslandanna – sama hvort það er Eistland, Lettland eða Litháen – allir vilja heilsa honum, tjá þakklæti sitt, fá að snerta hann. Hann er enn stjarna í þeirra augum – bjargvættur, lífgjafi. Og ég fæ tár í augun. Það er eitthvað svo ljúft að vera meðal vina, finna til öryggis,“ bætir Bryndís við.

- Auglýsing -

85 ára afmæli Jóns Baldvins

„ … Jón Baldvin náði mér í aldri – loksins orðinn 85 ára eins og ég. Hundgamall, já, en samt eins og ungur maður, sem á alla framtíðina fyrir sér! Ég horfði á hann flytja ræðu í þinghúsi Eista á afmælisdegi sínum, þann 21. febrúar,“ segir Bryndís og er full aðdáunnar á eiginmanni sínum.

„Þarna stóð hann í nýjum svörtum jakka og í hvítri skyrtu, sem við Kolfinna höfðum látið sauma á hann hér í þorpinu í tilefni dagsins. Hann notar ekki gleraugu þrátt fyrir öll þessi ár, ótrúlegt en satt. Hann les ekki ræður sínar, en hann flytur mál sitt, sem er honum svo hugleikið, að hann þarf engan skrifaðan texta.“

- Auglýsing -

Sá hann fyrst fyrir 70 árum

„Á þessu ári eru 70 ár síðan ég sá Jón Baldvin í fyrsta sinn. Það var í landsprófsbekk í Gaggó Vest við Öldugötu. Ég hafði aldrei séð svona strák áður, satt að segja. Hann var með mikið ljóst hár og ótrúlega blá augu. Sjálf átti ég sex yngri systkini, og þau voru öll með dökkt hár og brún augu. Ég var sem heilluð, og ég man, að ég hlakkaði til að fara í skólann á hverjum degi – bara að finna nálægð hans og skotra til hans augunum öðru hverju,“ skrifar hún og bætir að við annað var það ekki og að öll menntaskólaárin höfðu liðið.

Að endingu bætir Bryndís við:
Mig langar líka til að segja ykkur, að ég er enn sem heilluð af þessum manni. Ég hlakka til að vakna með honum að morgni nýs dags, finna fyrir nálægð hans og skotra til hans augunum öðru hverju.“

Hér má sjá pistil Bryndísar og ferðsögu hennar í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -