Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Fundinn! Bíl Margrétar stolið í nótt: „Óheppilegt þar sem ég er framlínuvörður í heilbrigðiskerfinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Lára Jónsdóttir starfar sem heimilislæknir við Heilsugæsluna í Garðabæ og mæðir því mikið á henni í hennar starfi, eins og öðru heilbrigðisstarfsfólki, núna þegar kórónuveirufaraldurinn gengur yfir.

Margrét varð fyrir miður skemmtilegri reynslu í nótt, en þegar hún varknaði í morgun sá hún að bifreið hennar hafði verið stolið meðan fjölskyldan svaf.

„Ég vaknaði við umgang um klukkan sex í morgun,“ segir Margrét í samtali við Mannlíf. „Ég fór fram úr, en sá að útidyrahurðin var læst. Svo um klukkan ellefu þegar ég ætlaði að fara á stjá þá var bíllinn ekki fyrir utan eldhúsgluggann.“

Margrét er þegar búin að tilkynna þjófnaðinn til lögreglunnar, og hefur jafnframt sett færslu á Facebook-síðu sína, þar sem hún biður vini um að hafa augun hjá sér og deila færslunni.

„Bílnúmerið er PS- L03. Var fyrir utan íbúðina, Hæðargarði 108 Reykjavìk. Barnabílstóll og marglit sessa voru í aftursætinu. Endilega deilið, sìmanúmerið mitt er 822 0788 ef eitthver hefur orðið hans vart eða hringja beint í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu 444-1000.“

„Þjófnaðurinn er óheppilegur þar sem ég þarf sérstaklega á bílnum að halda til að komast til vinnu,“ segir Margrét, sem er eins og áður sagði ein af framlínuvörðunum í heilbrigðiskerfinu.

- Auglýsing -

Uppfært kl. 20.30:
„Bílinn er fundinn, tveir vaskir lögreglumenn komu með hann núna um kvöldmatarleitið,“ segir Margrét við Mannlíf. „Þeir höfðu handtekið mann með ýmis konar þýfi á sér. Náðu svo að tengja tvo og tvo saman, leituðu að bílnum og fundu hann út á Granda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -