Miðvikudagur 6. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Bjössi í World Class um hnífaárásina: „Jón var látinn fara fyrir tveimur mánuðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Jón var látinn fara fyrir tveimur mánuðum,“ segir Björn Leifsson, gjarnan kenndur við World Class, í samtali við Mannlíf. Þar vísar hann til dyravarðarins Jóns Péturs Vágseið, en hann var einn þeirra sem fór ásamt fylkingu 27 hettuklæddra hnífamanna inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club aðfararnótt föstudagsins síðastliðinn.

Sjá einnig: Jón var ásamt hnífahernum á Bankastræti Club – Fjölskyldumeðlimir hafa flúið land vegna árása

Dóttir Björns, Birgitta Líf, er meðal eigenda skemmtistaðarins en hún var í fríi í Indónesíu meðan þessi ósköp áttu sér stað og er þar enn. Því hefur hún átt erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér.

Björn segir í samtali við Mannlíf að Jón hafi ekkert komið nálægt rekstrinum síðustu tvo mánuði. Að hans sögn snúast deilurnar ekkert um skemmtistaðinn, utan þess að hafa verið vettvangur glæpsins.

Þó vika sé liðin frá árásinni, og með stígmagnandi hefnaraðferðir dag frá degi, þá er enn á huldu um hvað deilurnar snúast. Það eina sem hægt er að fullyrða er að deilurnar virðast vera á milli tveggja fylkinga dyravarða í miðbænum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -