Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Dagur og meirihlutinn vildu ekki draga úr einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir borgarfulltrúar utan VG og Sósíalista kusu á fimmtudaginn gegn því að borgin myndi reyna að draga úr umferð einkaþotna og þyrlna í einkaerindum um Reykjavíkurflugvöll. VG lögðu fram tillöguna.

Undanfarna mánuði hefur sú umferð verið gagnrýnd frá ýmsum hliðum. Mannlíf greindi til dæmis frá því í sumar að leiguplássið væri hlægilega ódýrt þó það væri fyrir velstætt fólk. Í raun er dýrara að leggja bíl í miðbænum en einkaþotu. Svo er allt áreitið og mengunin sem fylgir þotunum.

Í frétt RÚV um málið er greint frá því að helst ástæða þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi kosið gegn tillögunni sú að hann vonist til að þetta leysist með öðrum leiðum. Hann vísaði í samkomulag milli ríkis og borgar um að innviðaráðuneytið og Isa­via, skyldu hafa forgöngu um að finna kennslu- og einka­flugi annan stað í nágrenni borgarinnar.

Það þokast lítið áfram en samkomulagið er orðið tíu ára. Nýjustu fréttir af því eru að enn er beðið eftir niðurstöðu rannsókna í Hvassahrauni. Miðað við seinaganginn á því þá mega íbúar í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll búast við áreiti næstu árin.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -