Föstudagur 31. mars, 2023
8.8 C
Reykjavik

Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um leynifund Brynjars og saksóknara Namibíu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum Mannlífs um fund saksóknara Namibíu og Brynjars Níelssonar, sem fram fór í dómsmálaráðuneytinu.

Í gær sendi Mannlíf tölvupóst á dómsmálaráðuneytið, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þar sem beðið var um minnisblað frá fundi sem Brynjar Níelsson, aðstoðamaður dómsmálaráðherra, átti með saksóknara Namibíu í dómsmálaráðuneytinu. Brynjar hefur ekki viljað segja frá innihaldi fundarins en opinberlega hefur hann sagt að um óvænta heimsókn hefði verið að ræða en ekki formlegan fund.

Sjá einnig: Brynjar neitar að upplýsa um leynifund sinn með saksóknara Namibíu: „Shit, hvað þú ert lame“

Í tölvupósti Mannlífs er auk beiðninnar um minnisblaðið nokkrar spurningar sem ráðuneytið er beðið um að svara, með vísun í upplýsingalög. Spurningarnar eru eftirfarandi:

1. Hver var tilgangur fundarins?
2. Bar mál gegn Samherja á góma á fundinum?
3. Hverjir voru nákvæmlega viðstaddir fundinn?
4. Hvernig stóð á að fundurinn var haldin? Hver bað um fundinn?
5. Hversu lengi stóð hann yfir?

Var ráðuneytinu gefinn frestur til dagsins í dag en enn hefur ekkert svar borist. Mannlíf mun segja frá því er svör berast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -