Mánudagur 25. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Drangajökull heldur áfram að minnka: „Meiri bráðnun en jökullinn getur staðið undir“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Miklar breytingar hafa orðið á skriðjöklum Drangajökuls.

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, tjáði sig um Drangajökul í samtali við RÚV. En talið er að jökullinn muni minnka til muna á næstu 30 árum samkvæmt spám.

„Eitt af því sem að er sérstaklega verið að skoða svona í sumarlok eða í byrjun hausts er hvernig staðan á jöklunum er. Hvar snælínan er, hversu hátt bráðnunin hefur náð. Það sem er athyglisvert núna við þessa mynd af Drangajökli er að hún sýnir mjög vel hversu hátt upp á jökulinn bráðnunin hefur náð í sumar. Langtímatrendið er það að hann sé að hopa meira og meira en það er auðvitað breytileiki á milli ára,“ sagði Ingibjörg um málið.

fre_20230827_080852477

„Ein af þeim myndum sem að sú nefnd hefur teiknað upp er það að um árið 2050 geti lofthiti verið rúmlega 2 gráðum hærri en núna. Miðað við þær aðstæður benda líkanreikningar til þess að þá geti afkomusvæði Drangajökuls eiginlega bara verið horfið. Það er að segja að þá sé hann hættur að bæta við sig, það sé meiri bráðnun en jökullinn getur staðið undir og þá gæti hann horfið nokkuð fljótt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -