Fimmtudagur 7. desember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Dýraverndarlögfræðingur krefur þingheim um aðgerðir: „MAST neitar slíkri samvinnu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Stefán Árnason dýraverndarlögfræðingur sendi bréf á Alþingismenn í gærmorgun þar sem hann krefst þess að kosnir fulltrúar beiti sér gegn dýraníð í Borgarbyggð en Mannlíf hefur að undanförnu birt fréttir af málinu.

Sjá einnig: Nautgripir í Borgarnesi biðja um hjálp: „Okkur er kalt og við erum svöng“

Eftirfarandi tölvupóst sendi Árni Stefán í gærmorgun á alla Alþingismenn Íslands en ekki einn þeirra hefur svarað honum:

„Kæru þingmenn, ráðherrar, samborgarar.

Það ríkir alvarleg stjórnunarkrísa hjá matvælaráðherra og Matvælastofnun.

- Auglýsing -

Ég ætla ekki að tíunda fréttir liðinna vikna frá Borgarbyggð, þær geta ekki hafa farið framhjá neinum ykkar.

Dýr undir eftirliti og/eða í umsjón framangreindra þurfa að líða hrottalegar þjáningar, eru vanfóðruð og vannærð þrátt fyrir að vera undir eftirliti MAST. Heilbrigð dýr eru send í sláturhús í stað þess að hlýða fyrirmælum laga um velferð dýra, koma þeim í góðar hendur og veita líf.

Meðfylgjandi mynd er af miðli sem birti hana í morgun. Hún segir allt um krísuna.

- Auglýsing -

Vinsamlega bregðist við með þeim hætti, sem ykkur finnst viðeigandi til að koma þessum dýrum til hjálpar og helst í góðar hendur. MAST neitar slíkri samvinnu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -