Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Edda Falak tjáir sig um kæru á hendur Vítalíu: „Þeir frelsissviptu hana“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi og baráttukona hefur birt færslu á Twitter þar sem hún tjáir sig um fréttir morgunsins af kæru sem lögð hefur verið fram á hendur þeim Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant. Hún telur hugsanlega fjárkúgun ekki breyta sannleiksgildi frásagnar Vítalíu.

Það var í hlaðvarpsþætti Eddu, Eigin konum, sem Vítalía sagði þrjá menn hafa brotið á sér í sumarbústað eins þeirra, þegar hún fór þangað til þess að hitta fjórða manninn, Arnar Grant, en þau áttu í ástarsambandi á þeim tíma.

Fljótlega kom í ljós að mennirnir sem um ræddi voru þeir Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson. Allt vel þekktir menn úr íslensku viðskiptalífi.

Í mars síðastliðnum kvaðst Vítalía hafa lagt fram kæru á hendur mönnunum fyrir hin meintu brot. Nú hafa þremenningarnir kært þau Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar. Auk þess hafa lögmenn þeirra Þórðar Más og Hreggviðs staðfest það að Vítalía hafi aldrei lagt fram kæru á hendur þeim.

„Fjárkúgun eða ekki, þeir frelsissviptu hana og misnotuðu hana,“ skrifar Edda Falak á Twitter nú laust fyrir hádegið.

Skjáskot/Twitter

 

- Auglýsing -

Hvorki Vítalía né Arnar Grant hafa svarað símtölum og skilaboðum Mannlífs vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -