Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Einn og einn sem ruglar inflúensu við kórónaveirusýkingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Faraldur kórónaveiru (2019-nCoV) breiðist hratt út en enn sem komið er hafa langflest tilfellin greinst í Kína. Eng­inn ein­stak­ling­ur hef­ur enn sem komið er greinst smitaður af kór­óna­veirunni  2019-nCoV á Íslandi en for­stjóri heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu segir einn og einn rugla flensu við kórónaveirusýkingu.

Á vef Embættis Landlæknis er gerð tilraun til að svara þeim spurningum sem kunna að vakna um þessa nýju kórónaveiru, m.a. spurningunni um hvort hægt sé að ruglast á kórónaveirusýkingu og inflúensu.

Í svari segir að einkenni kórónaveirusýkingu líkjast helst inflúensusýkingu í fyrstu þegar hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta gerir vart við sig.

Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma.

Eitt og eitt símtal

Aðspurður hvort margt fólk sé að hringja á heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kórónaveirusmit þegar um flensu er að ræða segir Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, að eitt og eitt slíkt símtal sé að berast.

- Auglýsing -

„Það er mjög lítið um það. Þetta er ein og ein fyrirspurn og ekkert áhyggjuefni. Það sem er einkennandi fyrir þessa veiki að það er eiginlega ekki hægt að fá hana nema að hafa verið að koma frá þessum héröðum í Kína þar sem flest tilfellin hafa verið að greinast,“ segir Óskar.

„Þetta er ein og ein fyrirspurn og ekkert áhyggjuefni.“

Hann tekur fram að hefðbundin inflúensa getur jafnvel valdið sjúklingi meiri vanlíðan fyrst um sinn heldur en kórónaveirusýking. „Fólk verður yfirleitt veikari af inflúensu fyrstu dagana heldur en af kórónaveirunni. Svo er talað um að fimmti hver einstaklingur sem smitist af kórónaveiru finni fyrir alvarlegum einkennum eftir nokkurra daga veikindi og er það oft á 5. – 7. degi. Svo er mikilvægast af öllu að veiran smitast mest með snertismiti og handþvottur og spritt er þá mjög gagnlegt til forvarna.“

Mikilvægt að hringja fyrst

- Auglýsing -

Óskar tekur fram að nokkur sýni hafa verið tekin af sjúklingum á Íslandi en þeir ekki reynst hafa verið veikir af kórónaveiru.

„Staðan er óbreytt og engin hefur greinst á Íslandi enn sem komið er. Allar heilsugæslustöðvarnar eru tilbúnar að taka við þessum sjúklingum eins og öllum öðrum en við viljum að fólk sem telur sig mögulega smitað af kórónaveiru hringi í sína heilsugæslu eða í síma 1700 í stað þessa að mæta á heilsugæslustöðina. Það er liður í að koma í veg fyrir mögulega útbreiðslu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -