Fimmtudagur 16. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Faðir Kristjáns lést í fjallgöngu: „Ég held að hann hefði ekki orðið gott gamalmenni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgerðarmaðurinn og kvikmyndaframleiðandinn Kristján Torfi Einarsson er nýjast gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Sjóarinn.

Kristján er sonur Einars Odds Kristjánssonar, fyrrum alþingismann Sjálfstæðisflokksins en andlát hans bar að með dramatískum hætti þann 14. júlí árið 2007 er hann gekk á fjall ásamt eiginkonu sinni og dóttur. „Hann var á leið upp á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða, þann 14. júlí, sama dag og hlutabréfavísitala Íslands náði hágildi sínu,“ sagði Kristján og hló og bætti við „Pabba fannst gott að gera þetta svolítið epískt.“

Kristján segir að áður en faðir hans lést hafi hann verið svo heppinn að fá að keyra honum um Vestfirði fyrir kosningar. „Hann hafði verið í kosningum, vorið á undan. Og það var það mikla lán að ég var ráðinn til að vera bílstjórinn hans. Þannig að ég var búinn að keyra um allt héraðið í næstum tvo mánuði. Á roadtrip með pabba að sjá hann í essinu sínu. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta var dýrmætt. Svo fer hann bara í júli.“

Þegar Reynir segir að faðir Kristjáns hafi farið of snemma svaraði Kristján: „Og óvænt. Hann var hvað, 67 ára en ég held að hann hefði ekki orðið neitt gott gamalmenni, ég held að hann hefði ekkert fílað það neitt rosalega vel.“

Reynir spurði: „Nei, hann hefði bara viljað fara í blóma lífsins?“

Kristján svaraði því brosandi: „Ég held að ef hann hefði fengið að ráða hefði hann viljað haga því þannig. Hress og kátur og brosandi.“ Kristján hélt áfram: „En þetta var auðvitað gríðarlegt áfall, sér í lagi af því að eldri systir mín og móðir mín voru með honum í fjallgöngunni þegar hann fellur frá. Þurftu að bíða eftir þyrlunni og svona.“

- Auglýsing -

Reynir: „Það var einhver vitleysa með það, sjúkrabíll fór vitlausa leið og …“ „Já,“ svaraði Kristján og hélt áfram: „Þetta var þegar nýja miðstýrða 112 var komið á kopp.“ Sjúkrabíllinn var sendur í Arnarfjörð í stað þess að fara Þingeyri og þannig mun styttri leið.

Móðir Kristjáns, Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur, náðist sér aldrei almennilega á strik eftir andlátið. „Þetta var mikið áfall og já, hún náði sér aldrei.“

Fyrri hluta viðtalsins við Kristján Torfa má sjá hér á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -