Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Ingunn sofnaði undir stýri og endaði í skurði: „Ég verð að finna þessa konu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ingunn Bylgja Einarsdóttir er heppin að vera á lífi. Hún sofnaði við stýri á leið sinni frá Reykjavíkur til Akureyrar og endaði í skurði. Hún vill nú finna konuna sem hlúði að henni á meðan beðið var eftir sjúkrabíl.

Í færslu á Facebook sem full er af kaldhæðni og húmor, segir Ingunn Bylgja frá því að hún hafi sofnað undir stýri á leið til Akureyrar úr borginni og endað í skurði. Ingunn slapp ótrúlega vel með klofið bringubein og mar og bólgur um líkamann, samkvæmt samtali sem hún átti við Mannlíf. Var hún hissa á því hvað margir stoppuðu og hjálpuðu henni og afar þakklát þeim en Ingunn sagðist í samtali við Mannlíf vilja finna fólkið sem kom fyrst að slysinu og hjálpuðu henni. Í lok færslunnar hvetur hún fólk til þess að fara ekki af stað í keyrslu nema úthvíld.

Færsluna má lesa hér:

„Jæja. Veislulíf Ingunnar heldur áfram.

Á leið minni til Akureyrar frá Reykjavík, tókst mér að sofna hressilega undir stýri og endaði í skurði. Vel gert Ingunn, vel gert.
Fullt af fólki stoppaði og hjálpaði mér útúr bílnum og sóttu allt dótið mitt. Ég var látin setjast í grasið og einhver kona pakkaði mér inní teppi og hélt utanum mig þangað til sjúkrabíllinn kom.
Ég verð að finna þessa konu.
Það sem kom mér á óvart að það var margt um manninn. Fjöldi fólks stoppaði til að aðstoð. Vá hvað ég var þakklát fyrir þolinmæðina og gæskuna sem þetta fólk sýndi mér. Þau tóku til í bílnum, sóttu allan farangurinn minn og sáu til þess að hann færi með mér. Í sjokkinu og áfallinu, var ég óskiljanleg vegna krampa sem ég fékk. Ótrúlega óþægilegt en þetta er allt að koma.
Elsku fólk, takk innilega ❤
Ég fæ að liggja inni eina nótt en svo þarf ég að sjá um mig sjálf. Kona sem getur ekki sest upp nema með aðstoð. Þarf ég að fá lánað bekken 🤣
Í sjúkrabílnum var geðþekkur maður sem spjallaði við mig alla leið á SAK. Tíminn leið hraðar í nærveru þessa manns og hann sá einnig til þess að ég væri ekki kvalin.
Á SAK kom í ljós að bringubeinið er brotið í tvennt og ekkert hægt að gera í því. Hjúkrunarkonurnar hér eru englar í mannsmynd. Ljúfar og hjálpuðu mér með natni og ró. Ekkert að flýta sér
Munið að vel sofin og upplögð í löngum akstri. Ég t.d. svaf sennilega ekki meira en ca einn og hálfan tíma. Það er galið.
Förum varlega og upplögð í langan akstur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -