Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Flaug helsærðu fólki úr borgarastyrjöld: „Hérna lét Idi Amin kasta óvinum sínum fyrir krókódílana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Mannlífsins er Hörður Guðmundsson flugstjóri en hann hefur átt ótrúlegan feril sem flugmaður.

Í nokkur ár flaug Hörður flugvél í Kenía í samstarfi við Rauða krossinn en hann þurfti að fljúga nauðsynjum yfir til Suður Súdan en þar stóð yfir blóðug borgarastyrjöld. Rauði krossinn starfrækti á svæðinu sjúkrahús sem Hörður segir að hafa varla verið hægt að kalla sjúkrahús, þetta hafi verið leirveggir með tjaldað yfir en þangað komu margir slasaðir frá borgarastyrjöldinni. Sagði hann Reyni Trausta að hann geti ekki sagt frá því allra svakalegast sem hann lenti í úti í Afríku en sagði honum lauslega frá einu. „Þá lentum við í því að þurfa að sækja sært fólk sem hafði flúið yfir landamæri frá Súdan yfir til Úganda. Og það var í litlu þorpi rétt sunnan við landamærin að Súdan. Og við vorum sendir eftir þessu fólki en það virtist enginn sérstakur vinskapur vera milli Úgandamönnum og Keníamönnum þannig að við máttum ekki fara inn í landið nema á einum stað. Þannig að við urðum að lengja flugið og lenda í Kampala áður en við fórum svo norðureftir. Þegar við komum er komið myrkur en Úganda seldi rafmagn yfir til Kenía á þessum tíma þannig að borgin var algjörlega myrkvuð, það var ekki ljóstíra í borginni. En það var einn stefnuviti í lagi þannig að þegar við komum höfðum við samband við turninn en þá var hann rafmagnslaus líka og ljóslaus flugvöllurinn. Þannig að við fórum í biðflug yfir Viktoríuvatn og það vildi svo til að það var tungskin og stjörnubjart þannig.“

Hörður segir að á meðan maðurinn í turnum hafi fari niður til að trekkja ljósavélina til að fá rafmagn á flugvöllinn, hafi hann flogið yfir Viktoríuvatni í um hálftíma. „Við lendum svo og það tekur Rauða kross fólk við okkur þessa nótt í Kampala. Daginn eftir verðum við að fara norðureftir að sækja fólkið sem átti að fara á spítala. Og þegar við komum þangað, þá var þarna einn með okkur sem var kunnugur staðháttum. Og við erum að fara yfir einn stað hjá Níl og þá segir hann okkur „Hérna lét Idi Amin kasta óvinum sínum fyrir krókódílana.“ En við sem sagt lendum þarna norður á svona leirbraut. Þá bíða eftir okkur 14 sjúklingar. Sumir voru með skotsár, önnur voru með sár eftir jarðsprengjur. Það var búið að taka fót af einum, um hné. Svo var þessir 14 settir í 19 sæta flugvél og það var bara setið í sætum. En við máttum ekki fara beint yfir á spítalann sem hefði bara verið rúmlega klukkutíma flug, heldur þurftum við að fljúga frá þessum stað og suður til Kampala í tvo tíma. Og þegar við komum þangað þá er sagt að það sé ekkert grænt ljós frá yfirvöldum til að halda áfram með hópinn. Þarna erum við með, í 40 stiga hita, alveg helsært fólk. Lyktin og allt svakalegt í vélinni. En við höfðum náð í Rauða krossinn í Kampala og þau komu uppeftir og gáfu fólkinu vatn og annað slíkt. En þarna þurftum við að bíða til að fá leyfi til að halda áfram með sjúklingana. Það var engin meðaumkun með liðinu. En svo fór Rauði krossinn í málið og það er nú bara svoleiðis í þessum löndum að það þurfti bara að borga einhverja upphæð til að fá að halda áfram. Þarna vorum við búin að bíða meiri partinn af deginum og orðnir drulluhræddir um að ná ekki á flugvöllinn okkar fyrir myrkur vegna þess að hann var óupplýstur. Þegar við nálgumst þá er nánast að gera myrkur en það gerist mjög fljótt þarna nálægt miðbaug. Við gátum fylgt vegaspotta sem við vissum að lægi við flugvallaendann og þegar það kæmi á hann beygja, þá passaði það akkurat, þá værum við nánast á flugvellinum. Og við sáum hattana á flugvellinum frá ljósunum á flugvélinni. Og við skiluðum af okkur sjúklingunum.“

Hörður sagði að þetta væri ein af þessum sjúkraflugssögum frá Afríku sem hann gæti sagt frá en þær væru fleiri og hrikalegri en biðu kannski betri tíma.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér, á efnisveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -