Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Forstjóri HS Orku hefur enga skoðun á nýja skattinum: „Skaðinn yrði gríðarlegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku segist ekki hafa neina skoðun á því hvernig ríkisvaldið hyggst greiða fyrir verndun og uppbyggingu innviða við Svartsengi.

Hinn nýji skattur sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram meðal annars til að fjármagna byggingu varnargarða við Svartsengi, og var samþykktur af samstarfsflokkum hennar í ríkisstjórn, hefur farið öfugt ofan í marga enda er það þekkt að auðvelt sé að setja nýja skatta en erfiðara að hætta með þá aftur. Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið er það að stærstu einkafyrirtækin á Reykjanesinu, HS Orka og Bláa lónið, sé ekki látið taka hluta kosnaðarins við byggingu varnargarðarins.

Langur aðdragandi

Tómas Már segir að málið hafi haft langan aðdraganda.

„Þetta mál hefur haft langan aðdraganda. Þegar jarðhræringarnar byrja 2020 setja stjórnvöld saman sérstaka ráðherranefnd og síðan er búinn til sérfræðingahópur sem er látinn kortleggja allar áhættur og hvað þurfi að gera almennt séð, svona þegar jarðhræringar koma yfir. Síðan kemur tillaga frá sérfræðingahópnum núna en það vill svo til að við erum í miðjum jarðhræringum en þetta er búið að vera í miklum undirbúningi, hvernig bregðast eigi við.“

Segir Tómas að það komi fram í greinargerð með frumvarpi Katrínar að það sé meðal frumskyldna ríkisvaldsins að vernda mikilvæga innviði samfélagsins. „Svartsengi er að skaffa heitt vatn á varnarliðssvæði, á flugvöllinn, 30.000 manna byggð og fullt af fyrirtækjum. Skaðinn, ef þetta dettur út, er það gríðarlegur að það réttlætir fullkomlega að líta á Svartsengi sem mikilvægan innvið. En hvernig ríkisvaldið ætlar að fjármagna þetta, ég hef enga skoðun á því.“

- Auglýsing -

Á ekki bara við HS Orku

Aðspurður hvort að aðstoð frá ríkinu komi ekki spánskt fyrir sjónir þegar einkafyrirtæki sem græðir milljarða króna á hverju ári, á í hlut svarar Tómas því neitandi. „Þegar það eru sjávarflóð við hafnir eða snjóflóð, þá kemur ríkið og bjargar.“ Segir hann að þetta eigi ekki einungis við um HS Orku, heldur almennt þegar umhverfisvá steðjar að, þá sé það í höndum ríkisins að stíga inn í. Þá segir hann að „þetta tól hafi ekki verið á færi Almannavarna fyrr en núna, þegar nýju lögin voru sett.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -