2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gekk erfiðlega að finna þá látnu í húsinu

Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, segir það hafa tekið nokkuð langan tíma að finna þá sem létust í eldsvoðanum sem kom upp í húsi Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu. „Já, það gerði það. Það var mikill eldur í húsinu þegar við komum á vettvang,“ segir Jón Viðar í samtali við Mannlíf. Hann segir að strax hafi verið ljóst að um stórt verkefnið var að ræða.

„Við fórum strax í það að bjarga fólki út úr húsinu. Við fáum svo að vita að það séu tveir enn þá inni í húsinu og við sendum inn reykkafara og töluvert af þeim. Við náum að leita vel á annarri hæð og erum fljótlega töltölulega örugg um að það sé enginn þar,“ útskýrir Jón Viðar.

„Við náum einnig að leita í hluta af risinu en á einum tímapunkti verða reykkafarar að hörfa út vegna hita og hættu á að gólfið myndi gefa sig.“

Mynd / Hallur Karlsson

AUGLÝSING


Hann segir að á þeim tímapunkti hafi verið komin gróf mynd af því hvar þeir látnu voru í húsinu.

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi fór aðgerð af stað það sem slökkviliðsmenn voru sendir inn í húsið til að koma þeim látnu út. Þeir notuðust við körfubíla til að komast inn um glugga í risinu.

Aðspurður hvor að þá hafi verið mikil hætta á að gólfið myndi gefa sig segir Jón Viðar: „Já, það var hætta á því en við festum línu í menn þannig að ef gólfið hrynur undan þeim þá fara þeir ekki langt.

Jón Viðar segir verkefnið hafa verið afar erfitt þegar ljóst var að einhverjir væru inni í húsinu. „Hugur okkar er hjá fólkinu sem slapp úr húsinu og aðstandendum þeirra sem létust. Núna einblínum við á að halda utan um okkar starfsfólk.“

Jón Viðar segir fagleg vinnubrögð við erfiðar aðstæður hafa einnkennt vinnu samstarfsfólks síns í gær. „Það voru engin læti í fólki. Fólk gekk bara í sín verkefni eins og það er þjálfað í.“

Mynd / Hallur Karlsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum