Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Gísli Marteinn skýtur enn og aftur á bílafólk: „Það er stórfurðulegt að þetta þvælist fyrir fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekið var á barn og hjólreiðamann í gær líkt og Mannlíf og fleiri miðlar hafa sagt frá. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður er þekktur talsmaður bíllauss lífstíls og skýtur föstum skotum á bílafólk í nýrri færslu á Twitter.

„Staðreynd sem bílafólk verður alltaf jafn brjálað yfir: Ef þú ekur á gangandi, hjólandi, hlaupandi þá er það af því þú keyrðir of hratt mv aðstæður. Ef þú getur ekki bremsað þegar barn hleypur út á götu án þess að keyra yfir það, þá þarftu að keyra hægar,“ skrifaði Gísli Marteinn við hlekk á frétt um ákeyrsluna.

Thorvaldur nokkur skrifaði athugasemd við færsluna: „Það er stórfurðulegt að þetta þvælist fyrir fólki. Utan afgirtra hraðbrauta þar sem gangandi og hjólandi og börn og þessháttar er beinlínis bannað ber ökumanni að keyra bara alls ekki á neitt óvænt. Fólk myndi ekki haga sér svona með golfsett.“

Gísli svaraði að bragði: „Það væri óskandi að ökumenn sýndu sömu nærgætni þegar þeir aka framhjá grunnskólum einsog þegar þeir aka upp að Nesklúbbnum skítstressaðir yfir að trufla golfara sem eru að fara að slá.“

Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrum borgarfulltrúi skrifaði bætti við athugasemd: „“Ekið var á“ er smá eins og „kerfið bara klikkaði“. Engum að kenna. Það var bara ekið á.“

Guðjón nokkur kannast ekki við að neinn brjálist yfir þessari staðreynd: „Ég veit reyndar ekki um neinn sem er brjálaður yfir þvi að það sé staðreynd að ef maður keyrir á eða veldur slysi þá var viðkomandi að keyra hraðar en aðstæður leyfa..“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -