Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Góð vika/slæm vika: Krónan og Ólafur Arnalds

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Góð vika

Vikan hans Ólafs Arnalds var betri en ansi margra en hann er að uppskera eins og hann sáði.

Ólafur Arnalds var á dögunum tilnefndur til tvennra Grammy-verðlauna í tveimur mismunandi flokkum. Er þetta í fyrsta skipti sem Ólafi hlotnast þessi heiður.

Er hann tilnefndur fyrir lagið Loom sem hann gerði með Bonobo, fyrir bestu upptöku á lagi í flokki dans- eða raftónlistar. Þá er hann einnig tilnefndur fyrir útsetningu fyrir hljóðfæri og raddir í laginu The Bottom Line sem hann flytur ásamt Josin en tilnefningin er í flokki útsetninga.

Rúv sagði frá þessu en Ólafur ræddi við fréttastofuna. Sagði hann að það hefði komið honum á óvart að fá tilnefningu í jafnólíkum flokkum en að hann gerði bara alls konar tónlist. „Mér finnst frábært að fá verðlaun fyrir útsetningar, maður eyðir langmestum tíma í þessi smáatriði.“

Þótt Ólafur hafi ekki fengið Grammy-tilnefningu áður er hann ekki óvanur tilnefningu fyrir list sína. Áður hefur hann til að mynda hlotið tilnefningu til BAFTA- og Emmy-verðlauna. Í samtali við Rúv segir Ólafur að slíku fylgi ávallt heilmikil athygli. Verðlaunahátíðin verður haldin í Los Angeles 31. janúar næstkomandi en aðspurður segist Ólafur ekki vera búinn að kaupa flugmiða þangað. „Ég er búinn að heyra í Bonobo og hann er strax byrjaður að plana partí, ætli maður skelli sér ekki,“ segir Ólafur.

- Auglýsing -

Slæm vika

Neytendur á hafa átt slæma viku ef marka má fjölda kvartana sem borist hafa úr þeirra röðum að undanförnu.

Guðrún er dæmi um illa svikinn viðskiptavin en hún var að sögn alveg ringluð eftir ferð í Krónuna. Ofurbjörtum perum verslunarinnar var ekki að kenna né hafði grímuskyldan áhrif á súrefnisinntöku Guðrúnar. Nei, hún keypti úrbeinað lambalæri. Hvernig getur það orsakað ringlun, gæti einhver spurt. Hún vissi ekki hvort lambalærið hefði verið útrunnið þegar hún keypti það og skyldi engan undra. Á pakkningunum hafði staðið að ketið rynni út 25. nóvember en þegar Guðrún tók að taka plastið utan um lærið, kom önnur dagsetning í ljós á límmiða en þar stóð að sölutíminn rynni út 19. nóvember. Hún fór rakleitt á Facebook og leitaði ráða hjá hópnum Matartips!. „Svo er þetta marinerað í drasl svo það er erfitt að finna lyktina af sjálfu kjötinu fyrir allri marineringarlyktinni. Vil ekki sjá fjölskylduna á dollunni með matareitrun. Ég er búin að þefa svo mikið af lærinu að ég er búin að missa lyktarskynið. Á ég að láta vaða og henda í ofn? Og af hverju ný dagsetning? Eða á ég bara að henda því?“

- Auglýsing -

Annað dæmi um óhressan neytanda er Sigríður sem á fjölskyldunafnið Nokkur. Hún sagðist, inni á Matartips! á Facebook, vera orðin langþreytt á heimsendingarþjónustu Nettó. Ku hún ítrekað fá skemmdar, myglaðar og rangar vörur þegar hún nýtir sér þessa þjónustu. Eftir að stórfréttin um þetta mál birtist á síðu Mannlífs hafði Nettó samband við téða Sigríði Nokkra og var málið sett í sáttarferli. Allt er gott sem endar vel.

Þriðja dæmið sem ég nenni að nefna er stóra Húsasmiðjumálið á Selfossi. Þar er í aðalhlutverki ættingi Sigríðar, Sigurbjörn Nokkur, en hann fór víst í Húsasmiðjuna á Selfossi til þess að kaupa sér slatta af boltum, skinnum og róm. Nema hvað, að eftir að hafa beðið í 15 mínútur eftir aðstoð starfsmanns gafst hann upp og fór í Byko. Ef hann var ekki nógu pirraður fyrir, skánaði það ekki þegar hann kom í Byko. Þar þurfti hann einnig að dúsa í kortér án þess að fá afgreiðslu. Það var ekki fyrr en hann nappaði starfsmanni úr annarri deild að hann fékk hjálpina sem hann þurfti.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -