Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Golfhjónin Margrét og Pétur: „Valið stóð um nýja konu eða fara í golf með Margréti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Margrét Þorvaldsdóttir og Pétur Björnsson tóku sér golfkylfu í hönd í fyrsta skiptið árið 2011 og nú, tíu árum síðar, snýst líf þeirra mikið til um golf, en þó ekki alveg. Þau eru fædd 1955 og hafa fengist við ýmislegt um ævina. Hann er frá Raufarhöfn og hún frá Akureyri og lágu leiðir þeirra saman í MA. Hann fór svo í Stýrimannaskólann og hún í Kennaraskólann og svo tók lífið við.

Valið stóð um nýja konu eða fara í golf með Margréti

„Ég prófaði fyrst að slá golfkúlu sumarið 2011 en Pétur tveimur árum síðar,” segir Margrét. Það má segja að golfið hafi heltekið mig frá fyrsta höggi og þá var ekki aftur snúið. Maður er alltaf að keppa við að bæta sinn eigin árangur og keppnin er því fyrst og fremst við sjálfan sig þótt skemmtilegra sé að spila með fleirum. Maður er alltaf að vinna í eigin forgjöf sem er svo spennandi,“ segir Pétur við Sólveigu Baldursdóttur, blaðamann.

Margrét segir að Pétur hafi verið heldur lengur í gang og hann bætir við: „þetta var þannig að Margrét hvarf eitt sumarið og þá þurfti ég að taka ákvörðun um að fá mér nýja konu eða fara með Margréti í golfið,” segir Pétur og hlær. „Þar sem sambandið hafði reynst ágætlega í rúm 40 ár valdi ég seinni kostinn,” bætir Pétur við og er sáttur við þá ákvörðun sína.

Golfferð til Suður Afríku þar sem þau kynntust öðrum „golfhjónum“

Árið 2017 fóru Pétur og Margrét í golfferð til Suður Afríku þar sem þau kynntust öðrum golfhjónum, eða þeim Sigríði Björnsdóttur og Gunnlaugi Elsusyni. Þau eru mikið áhugafólk um golf og Gunnlaugur er PGA golfkennari.

Þannig vildi til að þau hjónin stóðu í flutningum í byrjun þessa árs og vantaði stað til að búa á í stuttan tíma og bjuggu þá hjá okkur í kjallaranum í mánuð,” segir Margrét.

Áður en þau fluttu út var hugmyndin fædd og búið að fjárfesta í húsnæði og kaupa fjórtán herma,” bætir Margrét við og ljóst er að þarna mættust kraftmiklir einstaklingar og til varð eitthvað skemmtilegt.

- Auglýsing -

Úr fiskinum í golfið

Starfsferill Péturs byrjaði í tengslum við fisk en það gerðist þannig að hann fór að vinna fyrir breskt fyrirtæki sem sá um afgreiðslu og sölu á ísfiski fyrir íslensk fiskiskip sem sigldu með aflann til Englands. Pétur fékk fyrst vinnu hjá þeim sem túlkur og afgreiðslumaður fyrir skipin og áhafnir þeirra því þá vantaði mann sem kunni íslensku og ensku. Það varð vendipunktur í lífi hans og Margrétar.

Við fluttum út 1981 með tvö eldri börnin okkar og ætluðum að vera í tvö ár en þau urðu 16,” segja þau.

Við vorum búin að vera þar í fimm ár þegar við stofnuðum okkar eigið fyrirtæki sem heitir Ísberg Ltd. Sá rekstur gekk mjög vel.  1992 stofnuðum við svo fyrirtæki á Íslandi ásamt bróður mínum,” segir Pétur.

- Auglýsing -

Það fyrirtæki fékk nafnið Ísfell og selur bæði efni til veiðarfæra og fullbúin veiðarfæri auk hífibúnaðar og margt fleira. Þetta var lítið fyrirtæki til að byrja með en nú eru starfsstöðvarnar orðnar 8 um allt land. Ég seldi minn hlut í þessu fyrirtæki fyrir tveimur árum og notaði m.a. þann pening til að byggja upp Golfhöllina,” segir Pétur.

Golfhöllina er eitt fyrsta húsið sem reist var á uppfyllingunni sem nú myndar Grandann. Húsið var reist nokkrum útgerðarfyrirtækjum bæði til fiskverkunar svo og veiðarfæragerðar o.fl.  Það var til skamms tíma kennt við þá Aðalbjargarbræður sem voru þar með sína starfsemi í áratugi.

Margrét segir að þau Pétur hafi verið farin að hugsa um að hægja svolítið á. En það kemur alltaf eitthvað skemmtilegt upp í hendurnar á okkur og þá stökkvum við til,” segja þessi lifandi hjón sem nýta tækifærin sem gefast og lifa lífinu lifandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -