Föstudagur 26. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Gríðarlegar skemmdir af völdum jarðskjálftanna: „Börn og fullorðnir grátandi af hræðslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jarðskjálfti að stærð 6,5 reið yfir Suðurland á þjóðhátíðardegi Íslands árið 2000. Skjálftinn átti upptök sín 9 kílómetra suður af Árnesi. Skjálftinn og afleiðingar hans er mörgum Íslendingum minnisstæður enda fór hann ekki framhjá neinum sem voru staddir á suðvesturhluta landsins.

Á vefsíðu Veðurstofu Íslands birtist eftirfarandi tilkynning:

Jarðskjálfti Í Holtum

Í gær kl. 15:41 varð jarðskjálfti í Holtum, 9 km suður af Árnesi. Hann var 6,5 að stærð. Annar skjálfti varð kl. 15:42, 5,3 að stærð, 8,5 km austur af Þjórsárbrú.“

Annar skjálfti að stærð 6,6 skók landið fjórum dögum síðar eða 21. júní 2000. Sá átti upptök á 10 kílómetra dýpi við Hestfjall.“

Skemmdir af völdum skjálftanna voru gríðarlegar þá sérstaklega á húsum á Hellu, í Hverargerði og í sveitum Suðurlands. Innviðir eins og vegakerfi og hitaveita skemmdust. Malbik flettist af vegum og djúpar sprungur mynduðust með tilheyrandi raski á samgöngur. „Mikið tjón varð í jarðskjálftanum, einkum á Hellu og í Holtum og Landsveit. Á milli 60 og 70 íbúar eru heimilislausir, en enn fleiri yfirgáfu heimili sín um helgina af ótta við annan skjálfta,“ segir í forsíðufrétt Morgunblaðsins 20. júní.

- Auglýsing -

Í frétt DV frá 19. júní 2000 segir: „Rúmlega 30 hús á Hellu og nágrenni skemmdust eða eyðilögðust og á annað hundrað milljóna króna tjón varð í glerverksmiðju á Hellu en starfsmaður þar slapp naumlega frá glerfarginu með því að stökkva upp á borð. Þá lokaðist fyrir heitt vatn á Hellu og Hvolsvelli þegar leiðslur fóru í sundur á nokkrum stöðum og enn var vatnslaust á Hvolsvelli í gærkvöld.“

Sveinbjörn Jónsson við tröppur hús síns á Hellu. Mynd/skjáskot frá tímarit.is

Í viðtali DV við Sveinbjörn Jónsson húseiganda í Hellu segir hann: „Ég hef í raun ekki enn þá áttað mig á þessu. Maður er enn í töluverðu uppnámi og líklega töluvert í það að ég nái
áttum,“ sagði Sveinbjöm þar sem hann stóð á stórskemmdum tröppum húss síns.

Í sama tölublaði DV er rætt við Heiðrúnu Ólafsdóttur húseiganda á Hellu: „ Fyrst kom högg, síðan smá bið síðan kom skjálftinn. Þá fór fólk að reyna að komast út, ég datt úti. Fólk varð allt mjög skelkað, börn og fullorðnir grátandi af hræðslu,“ sagði Heiðrún. Hús Heiðrúnar er eitt það verst farna eftir skjálftann á Hellu. Hvar ætlar hún að halda til næstu nætur? Alla vega ekki hér, það verður ekki sofið í þessu húsi framar – aldrei – það er ónýtt. Við sofum í tjaldvagni í nótt og fyrir utan tjaldvagninn er maður ekkert annað en heimilislaus eftir þetta,“ sagði Heiðrún Ólafsdóttir.“

- Auglýsing -
Mynd/skjáskot tímarit.is

Eitthvað var um minniháttar slys á fólki sem rekja mátti til átroðnings eða óhappa við flótta undan skjálftanum.

Hér að neðan má sjá frekari myndir af tjónum sem skjálftarnir ollu:

Bókasafnið á Hvolsvelli. Tjón af völdum seinni skjálftans. Mynd/skjáskot frá tímarit.is
Tjón af völdum seinni skjálftans. Mynd/skjáskot frá tímarit.is
Tjón af völdum seinni skjálftans. Mynd/skjáskot frá tímarit.is
Tjón af völdum seinni skjálftans. Mynd/skjáskot frá tímarit.is
Úr eldhúsinu í húsi Sveinbjarnar á Hellu. Tjón af völdum fyrri skjálftans. Mynd/skjáskot frá tímarit.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -