Mánudagur 29. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Guðmundur heiðraður fyrir að stuðla að þátttöku transfólks í íþróttum: „Eðlilegt og sjálfsagt”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Guðjónsson hlaut um helgina verðlaun fyrir vinnu sína með trans og kynsegin fólki.

„Ég var ekki látinn vita fyrirfram að ég yrði sæmdur þessum verðlaunum, og vissi það í raun ekki fyrir víst fyrr en nafnið mitt kom upp á skjáinn við lok heimsþingsins,” sagði Guðmundur Guðjónsson, formaður Bogfimisambands Íslands, í viðtali á heimasíðu Bogfimisambands Íslands.

„Verðlaunin tengjast að mestu verkefnum sem ég hef unnið til að stuðla að þátttöku trans og kynsegin fólks í íþróttinni. Fólk alstaðar að úr heiminum innan íþróttarinnar hefur verið að hafa samband og óska mér til hamingju með verðlaunin síðan þá,” en Guðmundur fékk verðlaunin afhent á heimsþingi Alþjóðabogfimisambandsins en verðlaunin eru veitt fyrir störf í þágu jafnrétti kynjanna. Verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti árið 2009 og hafa aðeins tveir karlmenn fengið þessi verðlaun.

„Þó að mér finnist það sjálfum frekar vandræðalegt að fá verðlaun fyrir eitthvað sem mér þykir persónulega að ætti að vera eðlilegt og sjálfsagt, eins og þátttaka hinsegin fólks í íþróttum, þá tel ég þessi verðlaun gott fordæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir til að fylgja og skil því vel afhverju mér voru veitt þau,“ sagði Guðmundur en það var Ugur Erdener, formaður Alþjóðabogfimisambandsins, sem afhenti Guðmundi verðlaunin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -