Miðvikudagur 29. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Guðný elskar að eiga afmæli: „Ætla að vera heima í kósí“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ein af hressustu og skemmtilegustu Keflavíkurmærum landsins á afmæli í dag en það er hún Guðný Kristjánsdóttir. Hún er sannkallaður frumkvöðull þegar kemur að leiklistinni á Suðurnesjum og hefur verið málsvari leikfélagsins í Keflavík í yfir fjóra áratugi. Þá er hún einnig alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að menningarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbæ, sem haldin er ár hvert, og er starfandi leiklistakennari í Heiðarskóla.

Blaðamaður Mannlífs heyrði í henni í dag og spurði hvað hún ætlar sér að gera í tilefni dagsins: „Ég ætla að vera heima í kósí þar sem ég vinn ekki á mánudögum og fæ börnin mín og barnabörn kannski í kaffi. Ætla svo bara að njóta þess að eiga afmæli. Finnst það svo geggjað“.
Guðný er þessa dagana að stýra leikritinu Grease í Heiðarskóla en Fjölbrautaskóli Suðurnesja er einnig í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur með sömu sýningu í Frumleikhúsinu, en þar ætlar Guðný að vera „bara í sjoppunni,“ eins og hún orðar það sjálf. Þá var hún einnig að leggja lokahönd á afmælissýningu sína, Fyrsti kossinn, með Leikfélagi Keflavíkur.

Guðný er gift tónlistarmanninum Júlíusi Guðmundssyni sem er sonur Keflavíkurgoðsins Guðmundar Rúnars Júlíussonar heitins. Börnin þeirra eru þau Brynja Ýr, Kristín Rán og Guðmundur Rúnar. Við hjá Mannlífi óskum Guðný innilega til hamingju með 55 árin í dag og vonum að dagurinn hennar verði dásamlegur í faðmi fjölskyldunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -