Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Nærri 13% verðhækkun hjá Strætó – „Hafa bókstaflega engan áhuga á að fólk noti þjónustuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Um mánaðarmótin mun fargjaldið í strætó hækka um 12,5 prósent. Stakt fargjald með vagninum fer þá úr 490 krónum og upp í 550 krónur. Á sama tíma hækkar mánaðargjaldið fyrir nemendakortin úr 4.000 krónum á mánuði upp í 4.500 krónur.
Í tilkynningu frá Strætó er lögð áhersla á að gjaldskráin hafi ekki hækkað frá áramótunum 2020 og 2021 en nú sé nauðsyn að hækka verðin til að mæta kostnaðarverðhækkunum, meðal annars hækkuðu olíuverði.

„Ávallt er reynt að stilla öllum verðhækkunum Strætó í hóf og er hækkuninni ætlað að draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt munu sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skoða að styrkja rekstur Strætó frekar en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2022,“ segir í tilkynningunni.

Stígur Helgason er einn þeirra sem gagnrýnir starfsemi Strætó á Twitter í dag: „Maður fær á tilfinninguna að stjórn og æðstu stjórnendur strætó hafi bókstaflega engan áhuga á að fólk noti þjónustuna. Jafnvel að það væri bara þægilegra fyrir þá að fækka notendum og draga þannig úr álagi á sjálfa sig,“ segir Stígur. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -