Sunnudagur 5. desember, 2021
-2.3 C
Reykjavik

Helgi lýsti andlegu hruni eftir árásir og áreitni: „Endar með því að maður kollsteypist á trýnið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Helgi Seljan, fréttamaður hjá RÚV, talaði opinskátt um andleg veikindi sín og kulnun í settinu hjá Gísla Marteini Baldurssyni í þættinum Vikunni í gærkvöldi.

Hann sagði síðastliðið ár hafa verið ömurlegt.

Helgi var einn af fréttamönnunum sem opnaði á og tók fyrir Samherjamálið svokallaða, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu.

Í kjölfar umfjöllunar Kveiks mátti Helgi þola árásir og áreitni vegna fréttamennsku sinnar og skrifa, meðal annars frá stjórnendum og starfsmönnum Samherja. Hann var meðal annars áreittur af Jóni Óttari Ólafssyni, fyrrverandi ráðgjafa Samherja í Namibíu. Jón Óttar er einnig fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður.

Helgi sagði í þættinum í gærkvöld að við ættum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem svona hlutir gerðust.

Hann sagðist ekki vera í vinnunni eins og staðan væri núna.

- Auglýsing -

„Ég er bara að „díla“ við að koma mér á lappir eftir þetta skilurðu. Ég vona bara að ég þurfi ekki að upplifa annað svona ár,“ sagði Helgi.

Þegar Gísli Marteinn spurði nánar út í hvað það væri sem Helgi væri að kljást við, sagðist hann hafa sagt frá því áður að hann væri veikur fyrir og hafi þurft að leggjast inn á geðdeild.

„Svo kemur þessi holskefla einhvern veginn á mér og samstarfsfólki mínu.

- Auglýsing -

Ég á ekkert að þurfa að vera að pæla í því hvort einhver sé fyrir utan heima hjá mér, eða að það sé einhver að elta mig á morgnana eða áreita mig.

Svo gerist þetta yfir langan tíma og svo endar þetta með því að maður einhvern veginn kollsteypist á trýnið,“ sagði Helgi.

Gísli sagðist þá hafa upplifað að beinlínis væri verið að nýta það að Helgi væri ekki sterkur á geði.

„Já, já – og það er held ég alveg, ég skal bara segja það – heimsmet í drullusokkshætti. Að sjá að það eru einhverjir menn sem eiga að heita fullorðnir einstaklingar, áhrifamenn í samfélaginu, sem sitja og velta því fyrir sér hvernig hægt er að draga mig upp úr skítnum og nýta sér þetta. Það er bara ömurlegt.“

 

Viðtalið við Helga úr Vikunni má sjá í heild sinni á vefsíðu RÚV.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -