Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Helgu Völu dreymdi Hrafn og nú er baráttumál hans á dagskrá: „Ég lofa að gera allt sem ég get“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lofar því að gera allt sem getur til að þess að baráttumál Hrafns Jökulssonar heitins nái framgangi. Hrafn hafði undanfarin ár hvatt Helgu Völu til dáða varðandi betri aðstæður á geðdeildum Íslands. Það hefur verið löngum vitað að geðheilbrigðismál á Íslandi eru í molum.

Helga Vala skrifar á Facebook: „Rétt í þessu var þessari þingsályktun okkar í þingflokki Samfylkingarinnar dreift en þetta er í þriðja sinn sem við leggjum málið fram. Tillagan snýst um uppbyggingu geðdeilda, sem er ekki áhugamál okkar sem tillöguna flytjum heldur lífsnauðsyn fyrir notendur þjónustu á geðdeildum landsins. Við vitum öll, þar á meðal stjórnvöld, að þeim sjúklingum sem takast á við geðrænar áskoranir og þurfa á innlögn að halda eru skapaðar óboðlegar aðstæður. Sama má segja um það starfsfólk sem sinnir hinum sjúku. Það sýna fjöldi skýrslna sem ritaðar hafa verið en ekkert bólar á aðgerðum stjórnvalda til uppbyggingar þeim geðdeildum, á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri sem eru í rekstri. Ekki er heldur gert ráð fyrir geðdeildum LSH á nýja meðferðarkjarnanum sem nú er í byggingu. Við þurfum nútímalegar geðdeildir sem byggja á nútímalegri hugmyndafræði um heilbrigðisþjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Heilsueflandi umhverfi en ekki innilokun í leku húsnæði.“

Hún segist tileinka þessa þingsályktun til minningar Hrafns. „Að þessu sinni er framlagningin tileinkuð minningu Hrafns Jökulssonar, sem ítrekað hefur haft samband við mig undanfarin ár og hvatt mig til dáða varðandi þetta mál, enda sjálfur eldheitur baráttumaður fyrir betri aðstæðum á geðdeildunum. Þannig vildi til að í byrjun síðustu viku þá dreymdi mig Hrafn, sem sagði mér það eitt í heimsókninni í drauminn að ég mætti ekki gefast upp á baráttunni fyrir þessu máli. Ég trúi nú frekar lítið á tilviljanir og sendi Hrafni því skilaboð þess efnis að ég myndi ekki gera þetta ein, við værum bæði í þessu þannig að hann hefði verk að vinna með því að svæla burt hana Surtlu sem hafði ruðst inn í líf hans.

Surtla hafði svo betur í lok vikunnar og nú er þetta mál komið til þingsins og því lofa ég að gera allt sem ég get til að þetta mál nái framgangi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -