Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Hótaði að brjóta fætur Ragnars – Landsliðsmaðurinn neitar viðtali um meinta ofbeldishegðun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nágranni fyrrverandi eiginkonu landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar hótaði að brjóta fætur leikmannsins léti hann ekki af ofbeldishegðun sinni í garð konunnar. Sá hinn sami tilkynnti ofbeldið til KSÍ án þess að knattspyrnusambandið aðhefðist nokkuð í málinu. Ragnar hefur neitað Mannlífi um viðtal vegna hegðunnar sinnar.

Mannlíf greindi fyrst frá ofbeldishegðun Ragnars síðastliðið sumar. Frásagnir vitna sem Mannlíf ræddi við eru á þá leið að Ragnar hafi misst stjórn á sér og fengið reiðikast á heimili sínu. Atburðurinn átti sér stað í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Ragnar bjó með fyrrverandi eiginkonu sinni, þegar hann var í heimsóknum hér á landi sem atvinnumaður erlendis. Þegar heim var komið gekk Ragnar berserksgang á heimilinu, án þess að veita konu sinni sjáanlega áverka eftir því sem Mannlíf kemst næst. Vitnin bera því við að landsliðsmaðurinn hafi verið fluttur af heimili sínu af lögreglu og var makinn fyrrverandi í miklu uppnámi þessa nótt.

Sjá einnig:

Landsliðið í stormi samfélagsmiðla – Ásakanir um kynferðisbrot og heimilisofbeldi

Nágranni sem hlúði að makanum fyrrverandi þessa nótt hringdi daginn eftir í KSÍ og sagði starfsmanni knattspyrnusambandsins frá því sem gerst hafði þessa nótt og kvartaði yfir hegðun Ragnars. Mannlíf hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá KSÍ vegna málsins. Fyrirspurnin var send með tölvupósti á formann, stjórn og starfsfólk KSÍ, sem og landsliðsþjálfara karlalandsliðsins en svörin eru alltaf á sömu lund:

„Við sjáum okkur einfaldlega ekki fært að tjá okkur um efni erindisins.“

Ragnar hefur tjáð sig í viðtali fyrir nokkrum árum að hann hafi lengi átt erfitt með að hemja skap sitt, enda mikill keppnismaður. Mál hans hafa ekki farið fyrir dómstóla og fór Mannlíf yfir málið með lögmanni Ragnars. Eftir umhugsun ákvað Ragnar að gefa ekki kost á viðtali.

- Auglýsing -

Í úttektarskýrslu ÍSÍ vegna málefna KSÍ er komið inn á umrætt atvik hér að ofan. Frá málinu er þannig greint í skýrslunni:

„Gunnar Gylfason, sem á þessum tíma var starfsmaður KSÍ og A-landsliðs karla, greindi úttektarnefndinni frá því í viðtali að hann hefði nokkrum dögum eftir að lögregla var kölluð að heimili A fengið símhringingu frá manni sem hann þekkti ekki. Af lýsingu Gunnars að dæma er um annað samtal að ræða en það sem nágranninn X átti við ótilgreindan starfsmann KSÍ og rakið er hér að ofan.

Samkvæmt Gunnari mun sá sem hringdi í hann hafa sagt honum frá því að A hafi einhverjum kvöldum áður gengið berserksgang í eða við íbúð sína og unnið skemmdir á henni og að nærstaddir hefðu verið óttaslegnir. Gunnar hafi spurt manninn hvort hann hefði ekki hringt í lögreglu og hún komið á staðinn vegna þessa sem hann svaraði játandi. Þegar Gunnar spurði hvað hann ætti að gera í málinu fyrst lögreglan væri með með það snerist málið og maðurinn hafi sagt Gunnari að ef A gerði þetta aftur myndi hann láta brjóta báða fætur hans en það væri væntanlega ekki gott fyrir fótboltamann. Gunnar kvaðst í viðtali við nefndina alveg hafa séð A í ham og talið ólíklegt að þeim sem ætlaði að brjóta á honum fæturna yrði vel ágengt með það.

- Auglýsing -

Sjá einnig:

Segir tvo þjóðþekkta Íslendinga hafa nauðgað sér ítrekað: „Ég skila skömminni, FOKKIÐ YKKUR “

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -