Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Hulda Ósk frétti af framúrskarandi árangri sínum í gegnum fjölmiðla

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir körfuboltaleikmaður var valin í úrvalslið 1. deilar kvenna. Körfuknatt­leiks­deild KR sinnti ekki viðundandi upplýsingaskyldu þegar Huldu var ekki gert viðvart af val­inu með þeim afleiðingum að hún missti af loka­hófi KKÍ og var því ekki viðstödd athöfnina. Unnusti Huldu Óskar birti færslu um málið á samfélagsmiðlinum Twitter.

Þar segir: „Stoltur af árangrinum hjá minni konu að vera valin í úrvalslið 1.deildar kvenna. Ekki jafn stoltur af @krkarfa fyrir að sleppa því að láta hana vita af árangrinum, þar af leiðandi missa af lokahófi KKÍ og frétta af árangrinum í gegnum fjölmiðla.“

 

Í samtali við Vísi greinir Hulda Ósk frá því að stjórn KR hafi haft samband við hana og beðist margfalt afsökunar á mistökunum. Hulda kann vel að meta það:

„Ég vil þó meina að þetta hefði aldrei komið fyrir ef um væri að ræða leikmann úr karlaliðinu. Þetta er alltaf saman sagan. Árið er 2023, gerum betur gagnvart kvenmönnum í íþróttum,“ sagði Hulda Ósk þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -