Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Icelandair hótel gefa til baka til samfélagsins: Bjóða Íslendingum í fría gistingu og morgunverð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair hótel hyggjast bjóða Íslendingum í fría gistingu og morgunverð á hótelum sínum um allt land helgina 7-9 febrúar.

Alls verður gefin gisting í 100 herbergjum ásamt morgunverði. Þetta er í þriðja sinn sem að félagið gefur gistingu með þessum hætti til samlanda sinna, og vilja með því þakka þeim fyrir höfðinglegar móttökur erlendra ferðamanna, eins og segir í tilkynningu.

Hótel Reykjavík Marina

„Eins og allir vita hefur uppgangur ferðaþjónustu á Íslandi verið mikill undanfarin ár, og höfum við hjá Icelandair hótelum nýtt tímann vel til uppbyggingar á okkar þjónustu. Við leggjum mikið upp úr því að gera heimsóknir okkar gesta sem ánægjulegasta, en gestrisni Íslendinga heilt yfir skiptir auðvitað sköpum þegar kemur að upplifun ferðamanna af landi og þjóð. Ímynd Íslands einkennist auðvitað af ósnortinni náttúru landsins, en ekki síður af vinalegu viðmóti Íslendinga, og það ber okkur sem störfum í þessu fagi að þakka fyrir. Einnig teljum við afar mikilvægt að leyfa samlöndum okkar að kynnast því að eigin skinni hvernig það er að vera ferðamaður í eigin borg eða landi. Það er ekki langt síðan að ólöglegt var fyrir Reykvíkinga að gista á hótelum borgarinnar, og fjölmargir hafa aldrei séð inn á hótelherbergi hér í bæ, hvað þá prófað að gista. Þessu viljum við breyta, um leið og við segjum takk fyrir okkur, og takk fyrir gestrisnina og gleðina“, segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og viðskiptaþróunar hjá Icelandair hótelum.

Samkvæmt Hildi eru hótel í rekstri félagsins nokkuð vel bókuð um þessar mundir. Þau 100 herbergi sem gefin verða í ár er því dreift á milli þeirra hótela sem eiga laust umrædda helgi. Það vekur athygli að þau hótel sem eru seld á hæsta verði eru bæði uppbókuð umrædda helgi, en það eru Canopy Reykjavík og Reykjavík Konsúlat hótelið, en þau eru bæði rekin í sérleyfi við Hilton Worldwide. Önnur hótel í rekstri félagsins eru: Icelandair hótelkeðjan, alls 7 hótel, Eddu sumarhótelkeðjan, Alda Hótel Reykjavík og Hilton Reykjavík Nordica.

Það er tilvalið að njóta höfuðborgarinnar sem ferðamaður

Með frírri gistingu og morgunverði fyrir tvo í eina nótt, mun einnig fylgja frír aðgangur að völdum söfnum og ferðamannastöðum í Reykjavík og á landsbyggðinni.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig til leiks á vef Icelandair hótela, en þeir heppnu verða dregnir út 3. febrúar.

- Auglýsing -

„Fólk hefur verið himinlifandi og þakklát fyrir þetta uppátæki okkar í gegnum árin og umsagnir gesta okkar verið gríðarlega jákvæðar. Til að mynda voru flestir höfuðborgarbúar sammála um að sjá borgina sína í nýju ljósi sem ferðamaður í Reykjavík. Við hlökkum til að fá nýjar umsagnir í ár úr Reykjavík sem og frá Akureyri, Mývatnssveit og Egilsstöðum.“ segir Hildur.

Dæmi um umsagnir:

„Okkur fannst þetta yndisleg tilbreyting i hversdagsleikanum og mælum með þessu við vini okkar.  Það var eins og við hefðum farið eitthvert í burtu – en þó ekki.“

- Auglýsing -

„Alveg einstaklega flott og fínt hótel . Hef aldrei verið á svona fínu hóteli þegar ég hef farið  til útlanda.

Vinkona mín sem var að koma frá Austurríki sagði það sama , sagði m.a. að hún hefði aldrei áður fengið svona fín rúmföt, góða kodda og sængur.  Allt svo fínt , hreint og fallegt.

„Einstaklega smekklegt allt saman og fallega hannað.  Í gömlum stíl en samt ekki gamaldags.  Til hamingju og takk fyrir mig og okkur.“

„Við viljum þakka kærlega fyrir okkur. Takk fyrir að minna okkur á að við eigum mörg áhugaverð söfn allt í kring um okkur og við nýtum allt of sjaldan og einnig fyrir að gefa okkur tækifæri til að njóta hótelsins og fara í smá ferðalag án þess þó að fara langt í burtu.“

Samstarfsaðilar Takk 2020

Reykjavík: Gestir okkar í Reykjavík fá Menningarkort Reykjavíkurborgar. Menningarkortið er árskort á öll söfn Reykjavíkurborgar.

Akureyri: Gestir okkar á Akureyri fá aðgang á Flugsafn Íslands og Listasafnið á Akureyri.

Egilsstaðir: Gestir okkar á Egilsstöðum fá aðgang í VÖK Baths.

Mývatnssveit: Gestir okkar í Mývatnssveit fá aðgang í Jarðböðin við Mývatn.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -