Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Íris tók ákvörðun um að hætta að drekka: „Ég set mig í fyrsta sæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íris Hólm tónlistarkona tók þá ákvörðun fyrr á árinu að hætta að drekka og hefur nú verið án áfengis í 150 daga. Á mánudag, þegar dagarnir voru orðnir 147, skrifaði hún færslu á Facebook um hverju þessi ákvörðun hefði breytt fyrir hana.

„147 dagar er ekki langur tími í stóra samhenginu en fyrir mig persónulega er þetta stór sigur og á allan hátt hefur þetta aukið hamingjuna og gleðina í lífinu mínu,“ segir Íris og segist hún hafa fengið margar spurningar um hvers vegna hún ákvað að hætta að drekka.

,,Var eitthvað vesen?” ,,Þú getur nú alveg fengið þér einn drykk? Þú ert ekki alkóhólisti!” voru á meðal spurninga sem Íris fékk, sem segir að það hafi aldrei verið vesen og hún geti ekki fengið sér einn.

„Ég drakk aldrei af því að mér fannst bjór svo góður eða hvítvínið gott. Ég drakk til að finna á mér, losa um hömlur og „vera skemmtileg.“ Svo daginn eftir allt saman langaði mig að deyja,“ segir Íris og meinar það. „Mig langaði að hverfa. Mig langaði að gefast upp. Ég eyddi mörgum dögum í kvíðakasti, þunglyndi og allir draugar fortíðar og framtíðar bönkuðu upp á með öllum sínum niðrandi farangri og hatri í garð sjálfsins.“

Tók ákvörðunina fyrir sjálfa sig

Íris segir að ákvörðunin um að hætta að drekka hafi verið tekin fyrir hana sjálfa.  „Mín ákvörðun um að hætta að drekka áfengi er fyrir mig. Og á meðan ég set mig í fyrsta sæti þá set ég barnið mitt í fyrsta sæti og allt fólkið í kringum mig.“

- Auglýsing -

Hvað þýðir það að hætta að drekka?

Íris segir drykkjumenningu vera merkilegt „consept“ og það að hætta að drekka hafi opnað augu hennar fyrir margskonar viðhorfum sem hún var sjálf sek um að hafa.

„Það að hætta að drekka þýðir ekki að ég hafi farið í meðferð, en ef svo væri þá er það líka ótrúlega stórt skref og virðingarvert! Það krefst hugrekkis að snúa við blaðinu og biðja um hjálp!

- Auglýsing -

Það að hætta að drekka þýðir ekki að ég geti ekki verið í kringum fólk sem drekkur, þannig að ekki hætta að bjóða mér í partý.

Það að hætta að drekka þýðir ekki að ég vilji ekki kíkja niður í bæ.

Það að hætta að drekka þýðir ekki að ég sé einkabílstjóri þeirra sem drekka. Það má spyrja, en ég má líka segja nei. Mig langar kannski bara að vera áfram í partýinu.

Það að hætta að drekka þýðir ekki að þú megir ekki fá þér í glas. Og það að ég drekki ekki ætti ekki að skemma það fyrir þér. Og ef það gerir það, þá þarft þú kannski að skoða eitthvað hjá sjálfum þér.
Ég á ekki að þurfa að fylla bjórflösku af vatni og þykjast vera að fá mér til þess að losna við leiðindin. Já, þetta er sönn saga. Pælið í því?!“

Margir sem sýna skilning og hrós

Íris segir ótrúlega marga hafa sýnt ákvörðun hennar fullan skilning, hrósað henni fyrir að standa með sjálfri sér og það þyki henni vænt um.

„Það eru líka ótrúlega margir sem ég hef talað við sem gerðu sér ekki grein fyrir samasemmerkinu á milli drykkju og vanlíðunar. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrst. En þvílíkt frelsi að hafa áttað mig á því.“

Færslu Írisar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -