Sunnudagur 4. desember, 2022
3.1 C
Reykjavik

Íslenskur morðingi á meðal þeirra tekjuhæstu á Íslandi: „Þegar þú ert sterkefnaður færðu samúð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Athyglisvert er að sjá að Valur Lýðsson, sem hlaut 14 ára fangelsisdóm fyrir að myrða bróður sínum fyrir fjórum árum árið 2018, var í hópi tekjuhæstu Íslendinga í fyrra.

Það er Stundin sem fjallar um þetta í dag; greinir frá því að hann hafi haft 70 milljónir króna í laun á síðasta ári.

Stundin bendir á í umfjöllun sinni að Valur hafi barist gegn því að þurfa að greiða börnum bróður síns bætur; Stundin ræddi einnig við son Ragnars heitins, bróður Vals, sem segir að margir virðist tilbúnir að standa upp til að verja þá sem eru vel efnaðir á Íslandi:

„Það er alveg augljóst að þegar þú ert sterkefnaður færðu mikla samúð og mikinn stuðning, alveg sama hvað þú gerir,“ segir Ingi Rafn, sonur Ragnars, í samtali við Stundina; bætir við að þetta skýri eitt og annað þegar kemur að framgöngu fólks sem tengist fjölskyldunni.

Ingi Rafn segir ennfremur að Valur hafi tekið við búinu á Gýgjarhóli af móður sinni eftir að hún lést, og hafi selt mjólkurkvótann; fjármunina sem hann fékk notaði hann meðal annars til hlutabréfaviðskiptia.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -