Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Ívar Hauksson með hjartnæm minningarorð: „Mjög erfiðir jóladagar og slatti af tárum hafa fallið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Golfkennarinn Ívar Hauksson, sem búsettur er á Spáni, minnist látinnar móður sinnar með hjartnæmri færslu á Facebook. Þrátt fyrir að 6 ár séu liðin frá láti hennar á hann enn afar erfitt með jólahátíðina vegna söknuðar og sorgar.

Í stað þess að tíminn lækni sárin segir Ívar sársaukann þvert á móti verða verri með hverju árinu sem líður. Í minningu móður sinnar birti Ívar þessi fallegu orð:

„Þessi dagur verður mér ferskur í mynni það sem eftir er ævi minnar, í dag er 6 ár síðan mamma mín dó og er alltaf erfitt að halda jólin án hennar.

Ég sakna hennar svooooo mikið og eru þessir jóladagar mjög erfiðir og slatti af tárum hafa fallið.

Þetta með að tíminn lækni öll sár, ekkert er fjarri sannleikanum tíminn læknar engin sár þetta verður bara verra og erfiðara ef eitthvað er en ég veit að ég þarf að læra að lifa með þessu og það er auðvelt að segja það en annað að gera það.

Fjölskyldan á góðri stundu.

Elsku mamma mín það er svo erfitt að fá ekki símtal frá þér um jólin og að heyra ekki röddina þína sem var hluti af jólunum, ég tala nú ekki um smákökurnar sem þú sendir mér alltaf um jólin og jólaóróinn frá Georg Jensen.

- Auglýsing -

Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert hvar sem þú ert og ég vona að ég hitti þig aftur á einhverjum stað síðar hvar sem hann verður, það er svo erfitt að eiga ekki mömmu ö, ég er bara ekki að samþykkja þetta og enn þann dag í dag trúi ég þessu ekki og að eiga aldrei aftur eftir að heyra röddina hennar mömmu eða getið haldið utan um hana og kysst hana og fundið lyktina hennar Chanel 5 sem hún hafði alltaf.

Þegar ég fer til Íslands á vorin keyri ég alltaf fyrir framan Dalalandið í Fossvoginum og horfi uppí gluggan þar sem hún stóð alltaf og vinkaði til mín þegar ég keyrði frá blokkinni, það er skrítið að sjá hana ekki í glugganum en mér finnst gott að horfa uppí gluggann alltaf einu sinni þegar ég kem til Íslands á vorin, mjög skemmtileg minning.

Ég elska þig svo mikið elsku mamma mín og sakna þín svo mikið úfffff það hefur allt breyst eftir að þú fórst frá okkur, bless í bili elsku mamma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -