Miðvikudagur 8. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Jóhannes ósáttur með hækkun Costco á graskerjum: „Svona er Costco í dag.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Maður var að vonast til þess að Costco tæki ekki upp þann íslenska ósið að hækka  vörurnar til þess eins að geta sett þær síðar á „tilboð“ eða „útsölu“. Ég keypti svona grasker á 5.499 kr fyrir tveimur árum,“ segir Jóhannes Gunnarsson við mynd af graskerjum í versluninni bandarísku.

„11.september kostaði þetta 7.499. 8.október á tilboði á 9.999.  Svona er Costco í dag.“

Færslu Jóhannesar er deilt í hópnum „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“.

Nú er sá tími árs sem matvöruverslanir fyllast af graskerjum og á það sannarlega ekki aðeins við um Costco.

Íslendingar flykkjast í verslanirnar og festa kaup á risavöxnum ávöxtunum, oft fleiri en einum, til þess eins að skafa innan úr þeim aldinkjötið og skera á þá ýmis misvel gerð göt.

Þetta kann að hljóma undanlega sé það slitið úr samhengi, en þetta hefur verið lenskan síðan Hrekkjavökuhátíðin festi sig í sessi hér á landi. Hrekkjavaka er haldin hátíðleg síðasta dag þessa mánaðar, þann 31. október.

- Auglýsing -

Þessi siður, að skera augu og ófrýnilega munna í grasker, fylgir þessari hátíð; hátíð hinna dauðu. Fólk kemur þá gjarnan fyrir ljósum eða kertum inni í tómum graskerjunum svo þau lýsi út um ógnvænleg augun í myrkrinu. Svo er þeim komið fyrir úti á tröppum, í innkeyrslum eða í görðum.

Í Facebook-hópnum sér Hjördís nokkur ákveðinn tvískinnung í kaupum Íslendinga á graskerjum fyrir Hrekkjavökuna.

„Erfitt að skilja að fólk sem hugsar amk eitthvað pínu smá um umhverfismál og mætir stolt með fjölnota pokana sína útí búð, geti um leið tekið þátt í innfluttningi á tugum tonna af graskerum til að skreyta þau og njóta nokkra daga og svo rakleitt í ruslið, án þess að mikill matur í þeim gagnist nokkrum öðrum en músum og rottum á ruslahaugum landsins,“ segir hún.

- Auglýsing -

„Þau eru trúlega notuð í moltugerð eins og flestur matarúrgangur,“ segir þá Ásdís nokkur.

Hjördís kvikar þó ekki frá sinni skoðun:

„Alveg óþarfi að flytja tugir tonna spes til þess, nóg það sem fellur til í matarafganga.“

Ásdís sendir Hjördísi þá hreyfimynd (e. GIF) sem gefur í skyn að Hjördís þurfi bara að „lifa dálítið“ (e. live a little).

Eysteinn er súr yfir hátíðinni eins og hún leggur sig:

„Persónulega skil ég ekki þennan innflutning á amerískum siðum.“

„Það var þokkalega ódýrt að versla í Costco fyrstu vikuna frá opnun en síðan bara dýrt,“ segir Hildur.

Jakobína er hreint ekki hrifin af Costco:

„Það er hvort eð er ekkert í þessarri búð sem ekki er hægt að fá í innlendu verslununum sumir finna þarna eitthvað sem þeir vissu ekki að þeim vantaði. Ömurlegt lagersvæði og allt of stórar klunnakerrur fyrir minn smekk hef þó verslað þarna fljótandi þvottavélarsápu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -