Sunnudagur 28. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Katrín: „Íslensk stjórnvöld hafa ekki beitt sér í málaferlum erlendis gagnvart Julian Assange“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir segir íslenska stjórnvöld ekki hafa beitt sér erlendis í máli blaðamannsins Julian Assange, sem hefur dúsað í fangelsi í Bretlandi síðustu árin en von bráðar verður hann að öllum líkindum framseldur til Bandaríkjanna. Þar gæti hann fengið allt að 175 ára fangelsisdóm.

Kristinn Hrafnsson, núverandi ritstjói Wikileaks hefur að undanförnu ítrekað beiðni sína um að evrópskir leiðtogar, þar á meðal íslenskir, rjúfi þá þögn sem Kristinn segir að verði vandræðalegri með hverjum degi, í ljósi þess að fjöldi leiðtoga utan álfunnar tjá andúð sína á stöðunni. Páfinn hafi til að mynda sent ótvíræð skilaboð fyrir stuttu er hann tók á móti eiginkonu Assange, Stellu.

Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir í landinu. Ákærurnar komu til vegna birtingar Wikileaks, sem Assange stjórnaði, á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010 en skjölunum var lekið til Wikileaks af Chelsea Manning. Í lekanum komu meðal annars fram sannanir á stríðsglæpum bandaríkjahers í Íraksstríðinu. Verði Assange fundinn sekur í Bandaríkjunum gæti hann fengið allt að 175 ára fangelsisdóm en hann hefur dvalið í öryggisfangelsi í London síðan 2019 en andleg heilsa hans er afar slæm.

Í júní hvatti Illugi Jökulsson á Facebook, til þess að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því að Julian Assange fengi hæli hér á landi. Sagði hann meðal annars í færslunni: „Er nú ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki á sig rögg og veiti þessum manni liðsinni til að koma í veg fyrir að hann hverfi inn í öryggisfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa átt þátt í að upplýsa um glæpsamlegt athæfi Bandaríkjahers í Írak?“

Áður hafa yfirvöld á Íslandi veitt Bobby Fisher skáksnillingi og meðlimum rússnesku pönkbandsins Pussy Riot hæli hér á landi.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Katríni Jakobsdóttur forsætisráðherra og spurði hana eftirfarandi spurninga:

- Auglýsing -

1. Hver er þín afstaða til máls Julian Assange?
2. Hefur ríkisstjórnin beitt sér eitthvað í málinu, t.d. með því að þrýsta á eða lýsa yfir andstöðu sinni vegna málaferlanna gegn honum?
3. Telur þú að íslensk stjórnvöld ættu að veita honum ríkisborgararétt? Ef ekki, hvers vegna ekki?

Katrín svaraði seint og aðeins að hluta til. Ekki lét hún í ljós persónulega afstöðu sína í máli Julian Assange, né hvort hún teldi að íslensk stjórnvöld ættu að veita honum ríkisborgararétt.

Svar Katrínar má lesa hér að neðan:

- Auglýsing -

„Um veitingu íslensks ríkisborgararéttar gilda ákvæði laga nr. 100/1952. Þar sem Julian Assange hefur ekki verið búsettur hér á landi væri það í höndum Alþingis að fjalla um umsókn um veitingu íslensks ríkisborgararéttar með lögum að fenginni umsögn Útlendingastofnunar og lögreglustjóra, bærist slík umsókn.

Íslensk stjórnvöld hafa ekki beitt sér í málaferlum erlendis gagnvart Julian Assange.“

Ekki náðist í Kristinn Hrafnsson við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -