Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Kristbjörg Kjeld talar ekki um aldur sinn: „Ég bara get það ekki”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristbjörg Kjeld er 86 ára leikkona en hún lætur aldurinn ekki stoppa sig í leiklistinni. Hún leikur nú í verkinu „Er ég mamma mín?“ ásamt því að æfa fyrir tvö önnur verk og aðalhlutverk í verki sem verður sett á svið árið 2023.

Hún segist lifa í núinu og geti lítið verið að hugsa um háan aldur: „Nei, í alvöru, ef maður væri alltaf að tala um hvað maður væri gamall? Ég bara get það ekki. Það er bara ekki í mér.“

Kristbjörg hefur starfað í sjötíu ár sem leikkona og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hún væri alltaf með sviðsskrekk fyrir sýningar:

„Ég er alltaf drullustressuð fyrir sýningar og það hefur ekkert lagast með tímanum. Svo nú þegar maður eldist bætist við óttinn við að gleyma textanum. Ég er þó ekki eins og sumir sem hreinlega kasta upp af stressi. Stressið kemur áður en maður fer inn á sviðið en svo er það búið þegar maður er þangað kominn. En vinnan gefur manni svo mikið, annars væri maður ekki að þessu, maður er ekki bara að pína sig. Það gefur manni líka mikið að sigrast á áskorunum.“

Kristbjörg lauk formlega störfum hjá Þjóðleikhúsinu árið 2005, þá komin á eftirlaun, hún var fastráðin þar frá árinu 1956. 16 ár eru liðin síðan en hún er langt frá því að vera hætt.

„Það hefur bara verið svo mikið að gera síðan þá. Ég man að þegar ég var að hætta í Þjóðleikhúsinu var ég spurð út í tilfinninguna og ég svaraði galvösk: „Þetta er bara dásamlegt, nú er ég frílans.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -