Laugardagur 18. maí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Kveður dómsmálaráðuneytið með söknuði: „Ráðherrann mun ég sitja uppi með ævilangt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson segir kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði í færslu sem hann skrifaði á Facebook. Segir hann margt hafa komið honum á óvart í ráðuneytinu.

Segir fráfarandi astoðarmaður Jóns Gunnarssonar, Brynjar Níelsson í færslu sinni að margar „Soffíur“ vinni í dómsmálaráðuneytingu og að þar séu allir til þjónustu reiðubúnir. Segir hann muni sakna starfsfólksins en að hann sitji uppi með Jón ævilangt.

Færslan í heild sinni:

„Ég kveð dómsmálaráðuneytið með söknuði. Þeir sem trúa að þeir séu með ríkari réttlætiskennd en aðrir og gjarnan í andnauð yfir eigin manngæsku mótmæltu kröftuglega komu Jóns í ráðuneytið og fóru á stað með undirskriftalista þegar þeir sáu hver ætti að aðstoða hann. Nú ætti þetta fólk að geta litið glaðan dag aftur.

Margt kom mér á óvart í ráðuneytinu miðað við hvernig stjórnmálamenn tala um embættismenn í stjórnkerfinu. Í dómsmálaráðuneytinu er enginn skortur á fagmennsku. Allir til þjónustu reiðubúnir, veita góð ráð, leiðbeina og fylgja eftir markmiðum ráðherra. Það eru margar Soffíur sem vinna í dómsmálaráðuneytinu. Á eftir sakna þeirra. Ráðherrann mun ég sitja uppi með ævilangt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -