Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Landsbankinn breytir núverandi verðbólguspá – Svartari staða fyrir skuldara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaðanna maí – júní. Fjölbýli hækkaði um 2,6 prósent en sérbýli einungis 0,8 prósent, sem er töluvert minni hækkun en verið hefur upp á síðkastið. Eftir nýjustu tölur af húsnæðismarkaði, frá Þjóðskrá, hefur Hagfræðideild Landsbankans sent út tilkynningu þess efnis að mælingar Þjóðskráar sé því ofar væntingum bankans. En eins og kunnugt er gefa bankarnir út verðbólguspár. Landsbankinn hækkar því verðbólguspá fyrir júlí um 0,1 prósent, úr 9,2 prósentum í 9,3 prósent.

Þá segir jafnframt í tilkynningunni frá bankanum: „Í síðustu viku gáfum við út spá um verðbólgu í júlí þar sem gert var ráð fyrir 0,5% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga yrði 9,2% í júlí. Húsnæði hefur verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar síðustu mánuði og er hækkunin sem nú sést í gögnum Þjóðskrár um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu til þess fallin að breyta skoðun okkar. Nú teljum við að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6% milli mánaða og að verðbólga muni mælast 9,3% í júlí en ekki 9,2%.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -