2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Laugardalslaug lokuð í dag og kaldar sturtur í World Class vegna tengingar hitaveitu

Íbúar í Vogahverfi, Laugarási og við Laugardal í Reykjavík geta reiknað með að heitavatnsþrýstingur verði lágur í Vogahverfi, Laugarási og við Laugardal í Reykjavík í dag, mánudag. Laugardalslaug verður lokuð vegna vinnunnar og reikna má með að lokunin hafi áhrif á þjónustu á svæðinu, til að mynda í World Class laugum. „Sturtur gætu verið kaldar,“ segir á vef World Class.

Þetta kemur fram á Veitur.is. Þar segir að verið sé að tengja nýja aðalæð hitaveitunnar við Elliðaárbrýr og flytur hún mestallt það vatn sem notað er í hverfinu. Til að minnka áhrifin á neytendur er vatni veitt inn í hverfin eftir öðrum leiðum. Þær eru þó ekki eins afkastamiklar og því má búast við lækkuðum þrýstingi og jafnvel heitavatnsleysi, einkum í þeim húsum sem hæst standa á Laugarásnum.

Vonast er til að hægt verði að hleypa á nýju lögnina klukkan 20:00 sama dag og það mun taka einhverja klukkutíma að ná upp fullu þrýstingi á kerfið.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum