Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Lilja hækkar listamannalaunin

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í nýju fjár­laga­frum­varpi sem kynnt var í dag kemur meðal annars fram að lista­manna­laun munu á næsta ári hækka um 75 milljónir króna.

Þar má lesa að heildar­út­gjöld til menningar­sjóða verða á næsta ári meira en 4,6 milljarðar króna; lækka um 543 milljónir.

En þó er það svo að helstu breytingar á fjár­heimildum mála­flokksins eru aukin fjár­heimild vegna lista­manna­launa; og líka 150 milljónir króna sem verða notaðar til að setja á stofn Tón­listar­mið­stöð Ís­lands.

Þá á einnig að setja um það bil 200 milljónir króna í verkefni sem snýst um vinnslu nýrrar að­gerða­á­ætlunar um mál­tækni – með það í huga að ís­lensk tunga verði gjald­geng í staf­rænum heimi.

Hvað varðar heildarfjárútlát málaflokksins, þá lækkar þau tölu­vert; sam­kvæmt fjárlagafrum­varpinu má rekja það til verk­efna sem voru tengd Co­vid 19 sem og skriðunum sem féllu á Seyðis­fjörð.

En það er deginum ljósara að lista­manna­laun munu hækka; starfslaun listamanna eru 490.920 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2022 og um verktakagreiðslur er að ræða; en listamannalaun voru 409.580 krónur á mánuði á síðasta ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -