Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Lilja skrifar minningarorð um föður sinn – „Samskiptin við pabba einkenndust af mikilli hlýju, virðingu og gleði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra minnist föður síns, Alfreðs Þorsteinssonar, í einlægri færslu á Facebook í dag. Alfreð lést þann 28. maí, 76 ára að aldri, og verður jarðsunginn í dag.

Lilja og systir hennar, Linda Rós stjórnarráðssérfræðingur, skrifa færsluna um föður sinn. Þær segja samskiptin við hann einkennast af hlýju, virðingu og gleði.

„Samskiptin við pabba einkenndust af mikilli hlýju, virðingu og gleði. Við gerðum allt með honum. Veiðiferðir um allt land hófust upp úr fjögurra ára aldrinum, bíóferðir, fótboltaleikir, fundarsetur, utanlandsferðir og bíltúrar,“ skrifa þær meðal annars.

Þær segja hann hafa verið þeim mikil hvatning og stuðningur.

„Hann stóð með okkur, hvatti okkur til að sækja menntun um allan heim og lagði áherslu á að við sæktum á þau mið sem við hefðum ástríðu fyrir. Þá væri gleðin við völd. Pabbi hafði unun af lestri góðra bóka, sérstaklega af sagnfræðilegum toga. Honum fannst sjálfsagt að við þekktum helstu bókmenntaverk sögunnar fyrir 10 ára aldur, enda kæmi viska og geta frá lestri. Þessi áhugi á sögu og menningu var endalaus uppspretta af samræðum sem gáfu svo mikið. Þessar samræður varpa sólargeisla langt inn í framtíðina og verma. Pabbi var líka yndislegur afi, vakinn og sofinn yfir þroska barnabarnanna. Hann hafði unun af því að sjá þau vaxa og dafna, hafði sjálfur mikið að gefa og vildi deila með öðrum.“

Systurnar nýta tækifærið og þakka móður sinni í minningarorðunum um föður sinn.

- Auglýsing -

„Foreldrar okkar eyddu nánast allri ævinni saman og hefðu átt gullbrúðkaupsafmæli 18. júlí næstkomandi. Allt vildu þau gera fyrir okkur systur, með okkar velferð ávallt að leiðarljósi. Móðir okkar hefur alla tíð verið mikill dugnaðarforkur og í erfiðum veikindum pabba síðustu árin var hún hans stoð og stytta. Hafðu miklar þakkir elsku mamma og mikið var pabbi þér þakklátur,“ skrifa þær.

Færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -